Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

 

 Almennings og skólabókasöfn landsins veita verðlaunin hvert ár fyrir tvær bækur, aðra frumsamda og hina erlenda. Sex til tólf ára börn velja bækurnar og fer valið fram meðal annars hér í bókasafninu og í skólum Garðabæjar. 

Fjórir heppnir þátttakendur fá verðlaun og eru þau tilkynnt á Bókasafni Garðabæjar í apríl. Þátttökuseðlar fást annaðhvort í bókasafninu eða skólanum og notið veggspjaldið sem hangir upp á bókasöfnunum til að hjálpa ykkur að velja hvaða bækur ykkur finnst skemmtilegastar.

Hér eru úrslitin í Bókaverðlaunum barnanna í Garðabænum að þessu sinni. Allir grunnskólar bæjarins tóku þátt og eins gátu börnin kosið hér á bókasafninu sínar uppáhaldsbækur. Þátttaka var góð en alls bárust 184 atkvæðaseðlar. Fjórir heppnir þátttakendur hafa verið dregnir út og fá þeir bók í verðlaun. Takk allir kærlega fyrir þátttökuna.

Mynd frá Bókasafn Garðabæjar.

English
Hafðu samband