Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Safnkynning:

Bókasafnið býður upp á safnkynningu fyrir alla nemendur grunnskóla Garðabæjar. Tilgangurinn með safnkynningum fyrir skólanema er að þeir læri að þekkja almenningsbókasafnið sitt svo þeir geti nýtt sér það sem best í námi og leik.

Sögustundir:

Panta þarf sögustundir með minnst eins dags fyrirvara í síma 525-8550 eða á póstfangið rosa@gardabaer.is. Tilgreina þarf fjölda og aldur barna sem lesa á fyrir. Að öðru leyti er öllum frjálst að koma í bókasafnið hvenær sem er á opnunartíma þess til að skoða, lesa og lita eða gera eitthvað annað skemmtilegt.

Sögustundir á laugardögum í vetur:

Bókasafnið hefur verið með fastar sögustundir kl 13:00 alla laugardaga í vetur. Þá gefst yngstu kynslóðinni kostur að koma með foreldrum og hlusta á sögu. Eldri börnum er velkomið að koma líka og annað hvort hlusta eða velja sér bók til að lesa.

Alla laugardaga yfir vetrarmánuðina eru sögustundir fyrir börn kl. 13:00
1. okt. kl. 13:00 - Upplestur höfundar
Jóna Valborg Árnadóttir les upp úr bókinni Hetjubókin
8. okt. kl. 13:00 — Sögustund Föndur og spil
Lesin sagan Bangsi á afmæli
15. okt. Kl. 13 — Sögustund Föndur og spil
Lesin sagan Þú ert duglegur bangsi litli
22. okt. KL. 13 — Sögustund Föndur og spil
Lesin sagan Stóra peysan bangsanna
27. okt. kl. 16:30 - Dregið úr bangsadagsgetraun
29. okt. kl. 11:00 – Hrekkjavökulistasmiðja
Helga Sif listakona leiðbeinir fólki að skera út grasker í tilefni af hrekkjavöku. Fólk er vinsamlegast beðið að koma með eigið grasker
5. nóv. kl. 13:00 - Upplestur höfundar
Nánar auglýst síðar
12. nóv. Kl. 13:00 — Sögustund Föndur og spil
Lesin sagan Ljóti andarunginn
19. nóv. Kl. 13:00 — Sögustund Föndur og spil
Lesin sagan Þekkir þú Línu langsokk?
26. nóv. Kl.13:00 - Sögustund Jólaföndur
Lesin sagan Teskeiðarkerlingin, kerlingin gefur jólagjöf
3. des. kl. 14:30 - Jólaföndur
Jólaleikrit fyrir börnin
10. des. Kl.13:00 - Sögustund Jólaföndur
Lesin sagan Solla bolla og támína
17. des. — kl.13 - Sögustund Jólaföndur
Lesin sagan Ævintýri á aðfangadag

English
Hafðu samband