Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Sumarlestur- vertu með!

Fyrir hverja:

Sumarlestur er fyrir öll börn á grunnskólaaldri eða 5 -16 ára og ekki síst þau sem eru að læra að lesa. Sumarlestur hefur það að markmiði að hvetja til lesturs í sumarfríi skólanna og þannig viðhalda og auka við þá lestrarfærni sem börnin hafa öðlast yfir veturinn.

Lestur eflir málþroska, bætir orðaforða, eykur þekkingu, auðveldar nám og örvar ímyndunaraflið.Hvernig:

Við hefjum skráningu í sumarlestur á Bókasafni Garðabæjar með trukki laugardaginn 26. maí á Garðatorgi. Einungis að koma í heimsókn á bókasafnið og skrá grunnskólakrakkann. Krakkar sem hafa aldur geta að sjálfsögðu komið án fylgdar fullorðinna. Það er hægt að skrá sig í allt sumar. Aldrei of seint að byrja fyrr en á lokadegi.
Þegar börnin skrá sig til þátttöku fá þau afhenta lestrardagbók. Í hana skrá þau þær bækur sem þau lesa í sumar ásamt blaðsíðufjölda og fá límmiða við hverja komu á bókasafnið. Þegar þau hafa lesið bók mega þau skrifa umsögn og setja í lukkukassa sem er í bókasafninu. Við drögum heppinn lestrarhest í hverri viku og fær sá eða sú bók í verðlaun. Uppskeruhátíð verður haldin 1. september kl. 12:00 og þá fá allir virkir þátttakendur glaðning og lestrarárangrinum verður fagnað með skemmtiatriðum og góðgæti.


Tímabil:

26. maí til 1. september


Lokahátíð og verðlaunaafhending: 1. september kl. 12:00. Dagskrá auglýst síðar
English
Hafðu samband