Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Spennusagan Flúraða konana eftir Mads Peder Nordbo

26.03.2018
Spennusagan Flúraða konana eftir Mads Peder NordboÞegar lík af fornum víkingi finnst í ísnum í Grænlandsjökli er útlit fyrir að hið litla samfélag í Nuuk muni verða miðpunktur heimssögulegra tíðinda. Danski blaðamaðurinn Matthew Cave er sendur á vettvang en málið tekur óvænta stefnu þegar líkamsleifar víkingsins hverfa og lögreglumaður sem vaktaði þær finnst myrtur. Þegar Matthew fer að grafast fyrir um málið kemst hann á snoðir um fjögur óupplýst morð frá árinu 1973 sem framin voru með samskonar hætti. Ekki er öllum vel við eftirgrennslan hans og sú eina sem hann getur treyst er ung kona sem var að losna úr fangelsi fyrir að hafa myrt föður sinn. Flúraða konan er áhrifamikil og grípandi saga um illsku og fjölskylduharmleik. Útgefendur um allan heim bitust um réttinn áður en bókin kom út en hún hefur fengið frábæra dóma. Mads Peder Nordbo hefur búið á Grænlandi í fjölda ára og gjörþekkir grænlenskt samfélag.
Til baka

Fleira nýtt í Bókasafni Garðabæjar

14.03.2024

Sjálfhjálpabókin Góð heilsa alla ævi án öfga eftir Geir Gunnar Markússon

Sjálfhjálpabókin Góð heilsa alla ævi án öfga eftir Geir Gunnar Markússon
Á hverjum degi höfum við val um hvort og hvernig við hlúum að eigin heilsu. Það veit næringar¬fræðingurinn
Geir ¬Gunnar Markússon manna best af starfi sínu sem heilsuráðgjafi á Heilsu¬stofnun NLFÍ í Hveragerði.
Í þessum vegvísi að betra...
14.03.2024

Barnabókin Ráðgátumyndasögur eftir Martin Widmark

Barnabókin Ráðgátumyndasögur eftir Martin Widmark
Fjórar nýjar ráðgátur auk fjölmargra þrauta og frétta af fólkinu í Víkurbæ, bæði þeim sem fremja glæpina og spæjurunum sem leysa ráðgáturnar.

Allir krakkar þekkja Ráðgátubækurnar! Fimmtán sjálfstæðar og skemmtilegar sögur af ráðagóðu...
14.03.2024

Skáldsagan Vatnið brennur eftir Gunnar Theodór Eggertsson

Skáldsagan Vatnið brennur eftir Gunnar Theodór Eggertsson
Fiðlan liggur eins og morðvopn á gólfinu. Stúlkan lokar augunum og hlustar á blóðið spýtast, telur slögin taktfast.

Raftónlistarkonan og ólíkindatólið Gríma er komin austur í Neskaupstað til að spila á Eistnaflugi, þótt hún eigi litla...
14.03.2024

Spennusagan Lífshættulegt loforð eftir Angela Marsons

Spennusagan Lífshættulegt loforð eftir Angela Marsons
Þegar þekktur læknir finnst myrtur á hroðalegan hátt í skóglendi bregður Kim Stone rannsóknarfulltrúa í brún við að uppgötva að fórnarlambið er Gordon Cordell – maður sem tengdist eldra sakamáli þar sem ung skólastúlka lét lífið. Gordon á sér...
14.03.2024

ADHD fullorðinna eftir Báru Sif Ómarsdóttur og Sóley Dröfn Davíðsdóttur

ADHD fullorðinna eftir Báru Sif Ómarsdóttur og Sóley Dröfn Davíðsdóttur
Bók fyrir þá sem vilja skilja og ná betri tökum á ADHD einkennum sínum.
Bókin varpar ljósi á ADHD eins og það kemur fram á fullorðinsárum.
Farið er yfir lykileinkenni og orsakir ADHD, þróun einkenna yfir æviskeiðið, birtingarmyndir og...
14.03.2024

Barnabókin Rágátugleraugun eftir Kristínu Björgu Sigurvinsdóttur

Barnabókin Rágátugleraugun eftir Kristínu Björgu Sigurvinsdóttur
Aníta er ósátt við að Andri, litli bróðir hennar, fáir að fara með í gistingu til ömmu og afa.
Hún fór þó um annað að hugsa þegar fjarstýrður bíll og tvær Syrpur hverfa á dularfullan hátt.
Svo dregur amma fram ráðgátugleraugun. Þá veit...
16.10.2023

Hrollvekjan Veikindadagur eftir Bergrúnu Írisi og Sigmund Breiðfjörð

Hrollvekjan Veikindadagur eftir Bergrúnu Írisi og Sigmund Breiðfjörð
Þetta byrjaði þegar ég gleymdi að taka lyfin. Fimm dögum síðar ligg ég í líkhúsinu ... dáinn og stjarfur á köldu stálborðinu. Dagur er eitthvað svo ólíkur sjálfum sér, með botnlausa matarlyst, dynjandi höfuðverk, gloppur í minninu og óteljandi...
16.10.2023

Smásagnasafnið Herörin eftir Ólaf Gunnarsson

Smásagnasafnið Herörin eftir Ólaf Gunnarsson
Dauðvona lögfræðingur snæðir kjötsúpu með fyrrverandi eiginkonu sinni, AA-maður fer til að biðja gamlan bekkjarfélaga fyrirgefningar, húsgagnasmiður býður langveikri dóttur sinni í hvalaskoðun og átök leynifélaganna Rauðu rósarinnar og Svörtu...
16.10.2023

Skáldsagan Þvingun eftir Jónínu Leósdóttur

Skáldsagan Þvingun eftir Jónínu Leósdóttur
Maður finnst myrtur í sumarbústað við Laugarvatn og sú sem kemur að honum er Magga, dóttir Adams sálfræðings og Soffíu rannsóknarlögreglukonu. Mál fara að flækjast þegar í ljós kemur að einn skjólstæðingur Adams hefur fundið hótunarbréf sem tengist...
16.10.2023

Skáldsagan 9.nóvember eftir Colleen Hoover

Skáldsagan 9.nóvember eftir Colleen Hoover
Þú uppgötvar aldrei sjálfa þig ef þú týnir þér í einhverjum öðrum.

Fallon kynnist Ben, upprennandi rithöfundi, daginn áður en hún hyggst flytja þvert yfir landið. Þau laðast hvort að öðru og ákveða að verja saman síðasta deginum hennar í...
16.10.2023

Skáldsagan Valskan eftir Nönnu Rögnvaldsdóttur

Skáldsagan Valskan eftir Nönnu Rögnvaldsdóttur
Prestsdóttirin Valka á sér ýmsa drauma. Helst af öllu langar hana að sigla til Kaupmannahafnar á vit ævintýranna, spássera um steinlögð stræti, sjá hallir og gullturna og hefðarfólk með hárkollur aka um í glæsivögnum. Að öðrum kosti vill hún verða...
16.10.2023

Fræðibókin Breytingaskeiðið eftir Davina McCall

Fræðibókin Breytingaskeiðið eftir Davina McCall
Við konur munum ALLAR ganga í gegnum þetta. Hvernig getur staðið á því að við vitum svo lítið um eitthvað sem mun hafa mikil áhrif á okkur og þær í kringum okkur? Nú kveðjum við óttann, röngu upplýsingarnar, skömmina og þögnina.
English
Hafðu samband