Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Skáldsagan Líkkistusmiðirnir eftir Lars Morgan

03.09.2020
Skáldsagan Líkkistusmiðirnir eftir Lars MorganSamúel Miller lyfti kampavínsglasinu. Skál, kæru líkkistusmiðir. Velkomin til Lövenseyjar. Fólkið leit í kringum sig. Það hafði ekki átt von á þessari gróskumiklu fegurð, hvað þá kampavíni. Það hljómar kannski afar þunglyndislegt að ætla að smíða sína eigin líkkistu, hélt námskeiðshaldarinn áfram. Í raun og veru virkar það þó þveröfugt. Hamarshöggin blása manni í brjóst kjarki til að gera það sem mann langar til áður en það verður um seinan. Hann drakk freyðandi drykkinn í botn. Njóta á meðan tækifæri gefst, það er þetta sem líkkistusmíði snýst um. Sumum í hópnum finnst hugmyndir Samúels talsvert háfleygar. Að minnsta kosti í byrjun. Þegar isturnar fara að taka á sig mynd verður þó æ erfiðara að halda aftur af tilfinningum sem vilja fá útrás. Leyndarmál, dulinn tilgangur og niðurbældar hvatir, allt brýst þetta upp á yfirborðið þar til ekkert getur lengur orðið eins og það var. Líkkistusmiðirnir er hlý og gamansöm saga um manneskjur sem taka að sér verkefni sem vekur upp hugmyndir um dauðann og byrja að spyrja sig sjálfar hvað þær vilji eiginlega fá út úr lífinu.
Til baka

Fleira nýtt í Bókasafni Garðabæjar

17.02.2021

Ævisagan Málsvörn eftir Einar Kárason

Ævisagan Málsvörn eftir Einar Kárason
Jón Ásgeir Jóhannesson vakti ungur athygli er hann stofnaði ásamt föður sínum lágvöruverðsverslunina Bónus. Neytendur tóku fyrirtækinu strax tveim höndum enda varð þeim feðgum verulega ágengt við að lækka verðlag á daglegri neysluvöru og bæta þannig...
17.02.2021

Íslenska skáldsagan Stol eftir Björn Halldórsson

Íslenska skáldsagan Stol eftir Björn Halldórsson
Stol er áhrifamikil saga um dauðann, tímann og lífið; viðleitnina til að halda í minningarnar og nýta tíma sem er á þrotum. Frásögnin er hjartnæm og grípandi en um leið leikandi létt og fyndin, ekki síst lýsingin á höktandi samskiptum feðganna sem...
17.02.2021

Barnabókin Sombína og draugurinn eftir Barbara Cantini

Barnabókin Sombína og draugurinn eftir Barbara Cantini
Hver er dularfulli draugurinn sem reynir að komast inn á Hrunvelli rétt fyrir áramótaveislu hinna framliðnu? Med dyggum stuð ningi Harms, hins trygga albínóamjóhunds, ætlar Sombína að komast að því hver hann er þessi nýi draugalegi vinur. Drepfyndin...
17.02.2021

Spennusagan Nornaveiðar eftir Max Seeck

Spennusagan Nornaveiðar eftir Max Seeck
Eiginkona glæpasagnahöfundarins Rogers Koponens finnst myrt á heimili þeirra. Henni hefur verið stillt upp í svörtum kvöldkjól við stofuborðið og á andlitinu er skelfilegt, tilbúið bros. Eiginmaðurinn hefur fjarvistarsönnun, hann var 400 kílómetra í...
17.02.2021

Spennusagan Mannavillt eftir Önnu Ólafsdóttur Björnsson

Spennusagan Mannavillt eftir Önnu Ólafsdóttur Björnsson
Dularfull dauðsföll gamalla vinnufélaga og gáleysislegt tal á bar setja furðulega atburðarás af stað. Mannavillt er nýstárleg íslensk glæpasaga þar sem höfundur gefur ímyndunaraflinu lausan tauminn og lesandinn sogast inn í æsilega og blæbrigðaríka...
16.12.2020

Barnabókin Fíasól og furðusaga um krakka með kött í maga eftir Kristínu Helgu Gunnarsdóttur

Barnabókin Fíasól og furðusaga um krakka með kött í maga eftir Kristínu Helgu Gunnarsdóttur
Sjá! Boða ég mikinn og frábæran fögnuð! Fædd er nú stelpa kröftug og mögnuð! Fíasól er fyrir löngu landsþekktur áhrifavaldur. Hér fara Kristín Helga og Halldór á Fíusólarflug í sprenghlægilegu kvæði sem fjallar um aðdragandann að fæðingu...
02.12.2020

Ein: sönn saga er skáldsaga eftir Ádsísi Höllu Bragadóttur

Ein: sönn saga er skáldsaga eftir Ádsísi Höllu Bragadóttur
Þegar ung kona sem starfar í heimaþjónustu mætir til vinnu í blokk fyrir eldri borgara við Aflagranda blasir við henni óvænt sýn. Hún óttast að eiga sök á því að hafa hrundið af stað hræðilegri atburðarás. Á annarri hæð í sömu blokk rennur upp fyrir...
13.11.2020

Spænska veikin er sagnfræðileg bók eftir Gunnar Þór Bjarnason

Spænska veikin er sagnfræðileg bók eftir Gunnar Þór Bjarnason
Spænska veikin var mannskæðasta farsótt sögunnar og barst hingað til lands í miðju Kötlugosi á einu viðburðaríkasta ári tuttugustu aldar, 1918. Hundruð Íslendinga féllu í valinn á örfáum vikum, aðallega ungt fólk í blóma lífsins og fleiri konur en...
13.11.2020

Ljóðabókin Við skjótum títuprjónum eftir Hallgrím Helgson

Ljóðabókin Við skjótum títuprjónum eftir Hallgrím Helgson
Hallgrímur Helgason kann þá list að hræra upp í fólki og brýna það, um leið og hann bendir á mótsagnirnar, tvöfeldnina og tilgangsleysið allt í kringum okkur. Við skjótum títuprjónum er ljóðabálkur sem ortur var á árunum 2016-2020 og talar beint inn...
13.11.2020

Spennusagan Sykur eftir Katrínu Júlíusdóttur

Spennusagan Sykur eftir Katrínu Júlíusdóttur
Þegar virtur og dáður embættismaður finnst myrtur stendur lögreglan ráðþrota. Það er ekki fyrr en hin unga lögreglukona Sigurdís finnur falið öryggishólf í íbúð hans að vísbendingar hrannast upp. Rannsókn málsins tekur óvænta stefnu og samhliða því...
13.11.2020

Skáldsagan Undir Yggdrasil eftir Vilborgu Davíðsdóttur

Skáldsagan Undir Yggdrasil eftir Vilborgu Davíðsdóttur
Þorgerður Þorsteinsdóttir ól tvíbura þegar hún var sjálf vart af barnsaldri en mátti bíða lengi eftir óskabarninu sínu, Þorkötlu Dala-Kollsdóttur. Því harmþrungari eru atburðirnir eftir þingið á Þórsnesi þegar tátlan er aðeins sjö ára gömul – og...
06.11.2020

Spennusagan Þagnarmús eftir Arnald Indriðason

Spennusagan Þagnarmús eftir Arnald Indriðason
Í steinhúsi í Reykjavík finnast hrottaleg leyndarmál múruð inn í kjallaravegg þar sem þau hafa legið áratugum saman hjúpuð þögn. Konráð, fyrrverandi lögreglumaður, leitast við að varpa ljósi á illvirki fortíðar en um leið beinist athygli lögreglunnar...
English
Hafðu samband