Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar


Fleira nýtt í Bókasafni Garðabæjar

26.06.2023

Jørn Lier Horst með spennusöguna Innsta herbergið

 Jørn Lier Horst með spennusöguna Innsta herbergið
Lögregluforinginn William Wisting er kallaður í skyndi til fundar við ríkislögmann Noregs. Í sumarhúsi nýlátins og mikilsmetins stjórnmálamanns hafa fundist vísbendingar sem kunna að ógna þjóðaröryggi. Þess er gætt að rannsóknin á þessum vísbendingum...
26.06.2023

Gunnar Helgason með barnabókina Bella gella krossari

Gunnar Helgason með barnabókina Bella gella krossari
Gunnar Helgason þarf vart að kynna fyrir íslenskum börnum, lesendum, öfum og ömmum. Bækurnar hans um Stellu og skrautlega fjölskyldu hennar eru í uppáhaldi hjá þeim öllum, auk þess sem þær eru margverðlaunaðar og stjörnum hlaðnar af hátíðlegum...
26.06.2023

Ninni Schulman með spennusöguna Þegar allar klukkur stöðvast

Ninni Schulman með spennusöguna Þegar allar klukkur stöðvast
Þegar frumsýning stendur fyrir dyrum á leikriti í litlum sveitabæ hverfur einn leikaranna. Stuttu síðar síðar finnst hún drukknuð. Nokkru seinna finnst lík ungs manns sem líka fór með hlutverk í leikritinu.
Bæði morðin eru óvenju níðingsleg og...
26.06.2023

Anders Roslund með spennusöguna Sofðu rótt

Anders Roslund með spennusöguna Sofðu rótt
Tvær fjögurra ára gamlar stúlkur hverfa sama daginn. Núna eru nöfn þeirra á tveimur leiðum í sama kirkjugarðinum. En hvorugt barnið er þó í kistunum undir niðri.
Lögregluforinginn Ewert Grens og lögreglunjósnarinn Piet Hoffman þurfa að...
26.06.2023

Jill Mansell með skáldsöguna Þrennt sem er frábært við þig

Jill Mansell með skáldsöguna Þrennt sem er frábært við þig
Hallie á sér leyndarmál. Hún er ástfangin. En það er ást sem er ekki líkleg til að raungerast. Og vinir hennar ætla ekki að hjálpa henni því þeir vita að Hallie á ekki langt eftir ...
Flo er í klípu. Hún er mjög hrifin af Zander en hin ógurlega...
26.06.2023

Lee Child með bókina Hundaheppni í seríunni um Reacher

Lee Child með bókina Hundaheppni í seríunni um Reacher
Jack Reacher er á sínu vanalega stefnulausa flandri um veröldina þegar hann kemst í kynni við eldri hjón sem eru lent í klónum á okurlánara. Þar sem Reacher er ávallt reiðubúinn að taka bófa í bakaríið býður hann fram aðstoð sína. Og áður en langt um...
05.12.2022

Söguleg skáldsaga - Hamingja þessa heims eftir Sigríði Hagalín Björnsdóttur

Söguleg skáldsaga - Hamingja þessa heims eftir Sigríði Hagalín Björnsdóttur
Sagnfræðiprófessor í útlegð, ásakaður um ósæmilega framkomu, finnur gamalt handrit sem varpar nýju ljósi á löngu liðna sögu. Fimmtánda öldin er öldin sem týndist í Íslandssögunni, þegar þjóðin lenti skyndilega í hringiðu evrópskra stjórnmála og...
05.12.2022

Spennusagan Reykjavík: glæpasaga eftir Ragnar Jónsson og Katríu Jakobsdóttur

Spennusagan Reykjavík: glæpasaga eftir Ragnar Jónsson og Katríu Jakobsdóttur
Í ágúst 1956 hverfur ung stúlka, Lára Marteinsdóttir, úr vist í Viðey og eftir það spyrst ekkert til hennar. Áratugum saman hvílir mál Láru þungt á íslensku þjóðinni og engin skýring kemur fram á hvarfi hennar. Í ágúst 1986 fer ungur blaðamaður að...
05.12.2022

Skáldsagan Tól eftir Kristínu Eiríksdóttur

Skáldsagan Tól eftir Kristínu Eiríksdóttur
Kvikmyndagerðarkonan Villa Dúadóttir situr fyrir svörum á heimildamyndahátíð í Stokkhólmi en spurningarnar vefjast fyrir henni. Nákvæmlega hvernig tengdist hún hvalveiðimanninum Dimma, sem myndin hennar fjallar um? Hvers vegna vildi hún segja sögu...
05.12.2022

Á sporbaug eftir Önnu S. Þráinsdóttur og Elínu E. Einarsdóttur

Á sporbaug eftir Önnu S. Þráinsdóttur og Elínu E. Einarsdóttur
Jónas Hallgrímsson, listaskáldið góða, var okkar helsti orðasmiður. Svo vel voru orðin hönnuð og vandlega hugað að lögun þeirra, hljómi, útliti og notagildi að þau festu rætur í málinu. Hér eru dásamlegu nýyrðin hans samankomin í skemmtilegri bók...
05.12.2022

Skáldsagan Eden eftir Auði Övu Ólafsdóttur

Skáldsagan Eden eftir Auði Övu Ólafsdóttur
Málvísindakona sem er sérfræðingur í fámennistungumálum ákveður að breyta landi þar sem ekkert grær í Edenslund. Hjá íbúum í nálægu þorpi kviknar óvæntur áhugi á málvísindum. Á fjörur söguhetju rekur handrit að ljóðabók fyrrverandi nemanda hennar sem...
05.12.2022

Spennusagan Kyrrþey eftir Arnald Indriðason

Spennusagan Kyrrþey eftir Arnald Indriðason
Í fórum látins manns finnur ekkjan lúna skammbyssu og fer með hana til lögreglunnar. Í ljós kemur að byssan er morðvopn; með henni var maður skotinn til bana fyrir mörgum áratugum og málið upplýstist aldrei. Forvitnin grípur Konráð, fyrrverandi...
English
Hafðu samband