Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Skráning í sumarlestur!

16.05.2014
Skráning í sumarlestur!

Skráning í sumarlestur er dagana 5. -6. júní 2014 og fer fram í bókasafninu. Sumarlestur er frá 10. júní til 15. ágúst. Verðlaunahátíð verður 21. ágúst. Við skráningu fá börnin lestrardagbók sem þau nota til að skrá titil bókar og blaðsíðufjölda. Fyrir hverja lesna bók fá þau límmiða í dagbókina, geta skrifað eða teiknað stutta umsögn um bækurnar og sett í lukkukassa og einnig hjálpað til við að gera bókaorminn okkar stóran og skrautlegan! Lestrardagbókinni þarf að skila til bókasafnsins fyrir 15. ágúst.

Á verðlaunahátíðinni 21. ágúst fá allir sem hafa skilað lestrardagbókinni viðurkenningarskjal og þau sem lásu mest í hverjum aldursflokki fá bók í verðlaun. Einnig verður dregið úr lukkukassanum og haldin grillveisla.

Sumarlestur er skemmtilegur og eykur lestrarfærni! VERIÐ KLÓK OG LESIÐ BÓK! 

Til baka
English
Hafðu samband