Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Fuglaskoðunarganga

12.05.2015
Fuglaskoðunarganga

Vel mætt í fuglaskoðunargöngu!

Góð þátttaka var í fuglaskoðunargöngu Bókasafns Garðabæjar og Fugla- og náttúruverndarfélags Álftaness laugardaginn 2. maí sl. Hópurinn hittist í bókasafninu á Álftanesi og gengið var í blíðskaparveðri að Kasthúsatjörn þar sem fylgst var með fuglalífinu dágóða stund og eftir það var gengið meðfram Álftanesgaðinum í áttina að Bessastaðatjörn. Álftanes er þekkt fyrir mikið og fjölbreytt fuglalíf og frábær staður til að fylgjast með komu farfugla. Leiðsögumaður var Einar Ó. Þorleifsson sem um árabil var formaður Fuglaverndunarfélags Íslands. Eftir gönguna var komið við í bókasafninu þar sem boðið var upp á kakó og kanilsnúða.

 

Til baka
English
Hafðu samband