Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Takmarkaður afgreiðslutími vegna viðhalds

15.06.2015
Takmarkaður afgreiðslutími vegna viðhaldsBókasafn Garðabæjar við Garðatorg, verður með takmarkaðan afgreiðslutíma dagana 29. júní til og með 3. júlí, vegna viðhalds.
Lánþegum safnsins er bent á að þeir geta fengið lánuð bókasafnsgögn gegn framvísun bókasafnsskírteinis síns í Bókasafni Kópavogs og Bókasafni Hafnarfjarðar.

Þá verður lesstofa á 2. hæð Bókasafns Garðabæjar opin milli 15 og 18 alla dagana (gengið inn frá austurhlið safnsins) og þar verður hægt að skila bókum, en útlán verða eingöngu á barnabókum fyrir börn sem taka þátt í sumarlestri.

Bókasafn Álftanesssafns verður opið frá kl. 14 - 19 alla dagana.
Auk þess geta lánþegar skilað bókasafnsgögnum í Þjónustuver Garðabæjar á opnunartíma þess mán - fim milli 8 og 16 og föstudag milli 8 -14.

Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að hafa í för með sér fyrir lánþega okkar.

Starfsfólk Bókasafns Garðabæjar.
Til baka
English
Hafðu samband