Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Teiknimyndasögusamkeppni í Garðabæ fyrir fólk frá 14 ára aldri og eldra

22.03.2016
Teiknimyndasögusamkeppni í Garðabæ fyrir fólk frá 14 ára aldri og eldra Bókasafn Garðabæjar efnir til teiknimyndasögusamkeppni í tengslum við Listadaga barna og ungmenna á afmælisári Garðabæjar.
Þema keppninnar: Garðabær eftir 40 ár

Keppt er í tveimur flokkum:
Almennur flokkur, fullorðnir (16 ára og eldri) með lögheimili í Garðabæ og framhaldsskólanemendur í Fjölbrautaskóla Garðabæjar
Nemendur í 8.-10. bekk í grunnskólum í Garðabæ.

Engin takmörk eru á fjölda höfunda á bakvið hverja teiknimyndasögu.
Skil: Teiknimyndasagan skal vera á einu til þremur A4 blöðum (auðlesanleg og sjáanleg), í þríriti. Skilafrestur er til 7. apríl 2016 fyrir kl. 19:00 í afgreiðslu Bókasafns
Garðabæjar, Garðatorgi, í merktu umslagi/boxi með nafni, símanúmeri og heimilisfangi þátttakanda. Grunnskólanemendur geta einnig skilað teiknimyndasögum í gegnum skólann sinn.
Tilkynnt verður um úrslit laugardaginn 30. apríl í Bókasafni Garðabæjar á Listadögum barna og ungmenna. Um leið verður opnuð sýning á teiknimyndasögunum í safninu.
Verðlaun:
1. sæti - peningaverðlaun, 15 þúsund kr.—Verslunin Nexus gefur skissubók og 3 þúsund kr. inneign
2. sæti - peningaverðlaun, 10 þúsund kr.—Verslunin Nexus gefur skissubók og 2 þúsund kr. inneign
3. sæti - peningaverðlaun, 5 þúsund kr.—Verslunin Nexus gefur skissubók og eitt þúsund kr. inneign
Nánari upplýsingar fást á Bókasafni Garðabæjar, bokasafn.gardabaer.is
Til baka
English
Hafðu samband