Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Mánudaginn 31/10 kl. 10 á foreldramorgni kemur sérfræðingur og ræðir um þroska og þarfir ungra barna

24.10.2016
Mánudaginn 31/10 kl. 10 á foreldramorgni kemur sérfræðingur og ræðir um þroska og þarfir ungra barna

Stefanía B. Arnardóttir, hjúkrunarfræðingur og sérfræðingur hjá Miðstöð foreldra og barna kemur og ræðir um þarfir og þroska ungra barna og hvernig foreldrar geta hjálpað þeim til að takast á við flókin þroskaverkefni fyrstu áranna. Börn gera sig ekki alltaf vel skiljanleg á þessum aldri og því getur foreldrahlutverkið verið bæði gefandi og fullnægjandi en svo getur það líka átt aðrar hliðar eins og að vera yfirþyrmandi og krefjandi. Hún kemur með bókina Fyrstu 1000 dagarnir, barn verður til. Eftir Sæunni Kjartansdóttur og notar hana m.a. sem útgangspunkt í umræðum.

Bókin verður til sölu á kr. 3.000,-

 

Til baka
English
Hafðu samband