Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Uppistand, tónlist, töframaður, spákona föstudaginn 3.feb. á Safnanótt

23.01.2017
Uppistand, tónlist, töframaður, spákona föstudaginn 3.feb. á Safnanótt

Safnanótt föstudaginn er 3. feb. Af því tilefni verður opið á bókasafninu Garðatorgi 7 til kl. 23. Andri Ívars. með uppistand, Eva endar kvöldið, Jón Víðis töfrar, Hrönn spáir í spilin, Hrafn leiðbeinir í ljóðasmiðju, Útsvar á skjánum (Garðabær keppir við Kópavog) og Ótta opnar listasýningu.

Kl. 18:00 Opnun sölusýningar – Listamaður mánaðarins með Grósku 
Ósk Laufey Breiðfjörð eða Ótta er listamaður febrúarmánaðar á bókasafninu. Hún byrjaði að teikna og mála ung að árum. Ótta notar mikið kvenlíkamann í verk sín sem og eigin teikningar, andlit, abstrakt, landslag og fleira. Hún notar nær eingöngu olíu á striga en grípur stundum í önnur efni. Ótta hefur tekið þátt í fjölda sýninga og er með vinnustofu í Auðbrekku 6. Sjá nánari upplýsingar á heimasíðu og facebook síðu Óttaart (Litka Myndlistarfélag).

Kl. 18:00-23:00 Ratleikur um Hönnunarsafn Íslands og Bókasafn Garðabæjar

Taktu þátt í ratleik á milli Hönnunarsafns Íslands og Bókasafns Garðabæjar. Safnaðu öllum stöfunum og skilaðu inn réttu svari. Vegleg verðlaun í boði. Dregið út laugardaginn 4. febrúar kl. 12:00 á Bókasafni Garðabæjar.

Kl. 19:00-19:20 Lesið fyrir börnin með vasaljósi 

Bókasafn Garðabæjar, 1. hæð
Lesin verður saga fyrir börn á aldrinum 3ja til 7 ára í dimmu skúmaskoti með vasaljósi.
Það er myrkrastemning á safni þetta kvöld. Því verður lesin saga fyrir börn á aldrinum 3ja til 7 ára í dimmu skúmaskoti með vasaljósi.

Kl. 19:30-20:00 Töframaður – Jón Víðis 
Bókasafn Garðabæjar, Barnadeild
Hefurðu áhuga á töfrabrögðum? Það verða töfrar í loftinu þegar Jón Víðis töframaður heimsækir safnið og sýnir gestum töfrabrögð.
Spákona les í spilin kl. 20:00-22:00
Bókasafn Garðabæjar, 1. hæð
Hefurðu áhuga á að láta spá fyrir þér? Hrönn Friðriksdóttir spámiðill les í spilin fyrir gesti Bókasafns Garðabæjar milli klukkan 20:00 og 22:00. Það þarf að mæta í afgreiðslu Bókasafnsins eftir kl. 19:00 og panta tíma hjá Hrönn. Fyrstir koma fyrstir fá tíma. Eingöngu á íslensku.
Kl. 20:15 til 21:30 Útsvar Garðabær – Kópavogur 
Bókasafn Garðabæjar, heimilishornið
Spurningaþátturinn Útsvar er nú tíunda veturinn á föstudagskvöldum í sjónvarpinu. Eins og síðastliðin ár eru það sveitarfélög alls staðar af landinu sem etja kappi í sjónvarpssal RÚV. Umsjónarmenn þáttarins eru Sigmar Guðmundsson og Þóra Arnórsdóttir. Að þessu sinni keppa lið Garðabæjar og Kópavogs.
Í liði Garðabæjar eru Aldís Hilmarsdóttir, Huginn Freyr Þorsteinsson og Steinn Hildar Þorsteinsson.
Við munum hafa Útsvar á skjánum þetta kvöld í heimilishorni safnsins þar sem Garðabær keppir við nágranna sína í Kópavogi í beinni útsendingu RÚV. Við munum hafa spurningabækur upp við og spurningaspil fyrir gesti að drepa niður í.
Kl. 20:30-21:15 Ljóðasmiðja 
Bókasafn Garðabæjar, 1. hæð
Ljóðasmiðja í umsjá Hrafns Andrésar Harðarsonar ljóðskálds. Hrafn fjallar um ljóðið og kveðskap, vísnagerð og japanskar hækur. Allir velkomnir og fá tækifæri til að setja saman vísu.
Kl. 21:00 til 21:45 Ryþma-bönd frá Tónlistarskóla Garðabæjar spila 
Bókasafn Garðabæjar, 2. hæð.
Nemendur frá Tónlistarskóla Garðabæjar mynda tvö ryþma-bönd sem ætla að spila létt lög fyrir gesti Bókasafns Garðabæjar í tónlistarstemningu á 2 hæð safnsins.
Kl. 21:45 til 22:15 Andri Ívarsson grínisti og tónlistarmaður verður með sprengihlægilegt uppistand 
Bókasafn Garðabæjar, 2. hæð.
Andri Ívars hóf feril sinn sem uppistandari á 'open mic kvöldum' í Reykjavík en fór fljótlega að fá beiðnir um að skemmta í afmælisveislum, starsmannapartíum, framhaldskólaskemmtunum, sem og á lágstemmdum tónleikum. Andri er með sprenghlægilegt uppistand með tónlistarívafi.
Kl. 22:15 Hljómsveitin Eva spilar og syngur fyrir gesti 
Bókasafn Garðabæjar, 2. hæð
Tónlistarstemning Bókasafns Garðabæjar nær hámarki þegar hljómsveitameðlimir Evu, spila og syngja valin lög fyrir gesti Bókasafns Garðabæjar í tónlistarstemningu á 2. hæð safnsins. Hljómsveitina Evu skipa þær Vala Höskuldsdóttir og Sigríður Eir Zophoníasardóttir.

Bókamarkaður og ókeypis bækur og myndbönd

Það er ekki hjá því komist að afskrifa bækur og önnur gögn á bókasöfnum og rýma fyrir nýjum bókum og gögnum. Að öllu jöfnu eru þessar bækur og gögn til sölu í anddyri safnsins og af tilefni Safnanætur munum við gefa myndbönd og útvaldar bækur og tímarit. Auk þess verður hægt að kaupa úrvals bækur.

Til baka
English
Hafðu samband