Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Páskaföndur 1. apríl kl. 12-14 á bókasafninu Garðatorgi 7

27.03.2017
Páskaföndur 1. apríl kl. 12-14 á bókasafninu Garðatorgi 7Páskaskreyting, kennsla á safni laugardaginn 1. apríl
Fyrsta laugardaginn í mánuði yfir vetrarmánuðina hefur verið boðið upp á eitthvað skemmtilegt fyrir fjölskylduna. Að þessu sinni fáum blómaskreytingarmeistarann Brynju Bárðardóttur til liðs við okkur sem ætlar að kenna gestum og gangandi að búa til páskaskreytingu. Best er að boða komu sína í páskaskreytingarkennsluna í síma 525 8550 eða í tölvupósti bokasafn@gardabaer.is, annars bara mæta og athuga hvort sé laust borð. Þetta er öllum opið á meðan pláss leyfir. Hefst klukkan 12, laugardaginn 1. apríl. Þátttakendur taka með sér heim borðskreytinguna.
Til baka
English
Hafðu samband