Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Þemað - „valdar smásögur frumútgefnar á 21. öldinni og eru eftir karlhöfunda.“

15.05.2017
Þemað - „valdar smásögur frumútgefnar á 21. öldinni og eru eftir karlhöfunda.“Þema á safni „Valdar smásögur íslenskra karlhöfunda frumútgefnar á 21. öldinni.“ Þema vikunnar í Bókasafni Garðabæjar tímabilið 19.4 til 16.5 2017 er „valdar smásögur frumútgefnar á 21. öldinni og eru eftir karlhöfunda.“ Fáeinir nýir höfundar kveða hér sér hljóðs en þekktir smásagnahöfundar eru þó áberandi í höfundahópnum. Það verður vart á nokkurn hallað þegar ljóstrað er upp að þar fari Gyrðir Elíasson allmikinn og eigi drjúgan hlut í því úrvali sem stillt er hér fram. Kápumyndir allmargra smásagnabókanna í þessu "þemaúrvali" birtast með færslunni til að gefa lánþegum einhverja hugmynd um hvað kunni hér vera að finna og auðvelda þar með einnig val á lesefni. Það er að vonum að aðdáendur smásögunnar verði bærilega kátir með framtakið í þemavali okkar þetta tímabilið.
Til baka
English
Hafðu samband