Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Sólveig saumar veggteppi byggt á Riddarateppinu á Bókasafni Garðabæjar þriðjudaginn 25. júlí á milli klukkan 15 og 18.

21.07.2017
Sólveig saumar veggteppi byggt á Riddarateppinu á Bókasafni Garðabæjar þriðjudaginn 25. júlí á milli klukkan 15 og 18.

Sólveig saumar veggteppi byggt á Riddarateppinu á Bókasafni Garðabæjar þriðjudaginn 25. júlí á milli klukkan 15 og 18.
Sólveig Hrönn Hilmarsdóttir er ung kona sem hefur brennandi áhuga fyrir handverki íslenskra kvenna. Sólveig Hrönn er núna að sauma veggteppi byggt á Riddarateppi sem er til sýnis í Þjóðminjasafninu. Sólveig vinnur þetta verkefni á vegum Skapandi sumarstarfa í Garðabæ.

Okkur er mikill heiður að fá hana á bókasafnið með verkefnið sitt. Hún mun vera á Bókasafni Garðabæjar þriðjudaginn 25. júlí á milli klukkan 15 og 18 með teppið með sér og saumar út. Verður mjög gaman að sjá hvernig þetta fer fram. Hún er tilbúin að svara spurningum gesta. Allir velkomnir að koma og sjá og spyrja ef svo ber undir.

Verður heitt á könnunni.

Sjá hér frétt um veggteppið á visir.is: http://www.visir.is/g/2017170629293

Til baka
English
Hafðu samband