Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Vetraropnun, viðburðir og bókagjafir

24.08.2017
Vetraropnun, viðburðir og bókagjafir

Bókasafn Garðabæjar
Afgreiðslutími og laugardagsopnun

Bókasafnið á Garðatorgi 7 er með opið á laugardögum á milli klukkan 11 og 15 frá og með 2. september og fram á sumar. Opið alla virka daga á milli klukkan 9 og 19 en fyrsta föstudag í hverjum mánuði opnum við klukkan 11. Álftanessafn er opið alla virka daga. Mánudaga, þriðjudaga og fimmtudaga klukkan 16 til 19, miðvikudaga klukkan 16 til 21 og föstudaga klukkan 16 til 18.
Fræðsla, sögustundir, listasmiðjur, viðburðir
Bókasafnið á Garðatorgi býður reglulega upp á fræðslu fyrir aðstandendur ungra barna og einnig ýmiskonar fræðslu fyrir alla aldurshópa. Sögustundir fyrir 3 til 7 ára krakka eru á laugardögum klukkan 13 þar sem starfsmaður les góða bók.
Í hverjum mánuði er sýningaropnun þar sem listamaður opnar nýja sýningu á safni í samstarfi við Grósku. Listasmiðjur eins og hrekkjavökusmiðjan og skreytingar tengdar árstíðum eru haldnar yfir árið á laugardögum.
Við fáum rithöfunda í heimsókn reglulega þar sem þeir lesa upp úr eigin bókum og fjalla um þær fyrir allan aldur.
Best að fylgjast með hvað er í boði á vef bókasafnsins og fésbókasíðu.

Klúbbar

Ættfræðiklúbbur og leshringur eru haldnir yfir vetrartímann annan hvern þriðjudag fyrir hádegi á Garðtorgi. Við tökum öllum tillögum að nýjum klúbbum opnum örmum, ef áhugi er fyrir hendi hafið samband með tölvupósti, í síma, á safni eða í gegnum samfélagsmiðla.
Heimanámsaðstoðin Heilahristingur fyrir grunnskólakrakka verður á Garðatorgi í vetur.
Uppskeruhátíð sumarlestrar
Á Bókasafnsdaginn 8. september klukkan 16 mun fara fram uppskeruhátíð fyrir krakka sem tóku þátt í Sumarlestri, lesum saman í sumar. Krakkarnir fá allir einhvern glaðning og verða 3 heppnir úr lestrarpottinum tilkynntir á hátíðinni og fá sérstök verðlaun. Dagskrá auglýst síðar.

2ja ára fá bók að gjöf á Bókasafni Garðabæjar

Í lestrarstefnu Garðabæjar er lögð áhersla á að upplýsa foreldra og aðra uppalendur um mikilvægi lestrar og vekja athygli á hve þáttur þeirra í lestrariðkun barna er mikilvægur.
Bókasafnið, í samvinnu við skólaskrifstofu Garðabæjar, færir öllum 2ja ára börnum í Garðabæ bókapoka að gjöf. Pokinn inniheldur barnabók og upplýsingar um hvernig foreldrar geta stuðlað að betri málskilningi og málþroska barna sinna og undirbúið þau þannig undir lestrarnám.
Við viljum bjóða foreldrum / forráðamönnum barna sem fædd eru árið 2015 með lögheimili í Garðabæ (póstnúmer 210 og 225), ásamt barni sínu, að koma í Bókasafn Garðabæjar á Garðatorgi 7 eða í Álftanessafn við Eyvindarstaðaveg (Álftanesskóla) og sækja bókapoka.

Til baka
English
Hafðu samband