Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Auður Marinósdóttir er listamaður nóvembermánaðar í Bókasafni Garðabæjar - Móttaka 8. nóv. kl. 16-18

04.11.2017
Auður Marinósdóttir er listamaður nóvembermánaðar í Bókasafni Garðabæjar - Móttaka 8. nóv. kl. 16-18Auður Marinósdóttir er fædd og uppalin í Reykjavík. Árið 1990 fór Auður að fást við vatnsliti en myndlistin hófst ekki af alvöru fyrr en 1996 þegar hún fór í Myndlistaskóla Kópavogs.
Þar sótti hún mörg námskeið allt til ársins 2003, m.a. vatnslitanámskeið, módelteikningu, olíu, portrett og módelmálun. Nú málar Auður aðallega í olíu og hefur íslensk náttúra heillað hana og hennar viðfangsefni.
Hún hefur verið með sölusýningar bæði í Reykjavík og á Akureyri og var með sína fyrstu einkasýningu í Staðarskálanum í Hrútafirði árið 1998 og síðan í Lóuhreiðri 2001 og 2005.

Auður var með í samsýningu listamanna í Garðabæ sem haldin var í Sparisjóði Hafnafirði á Garðatorgi árið 2001 og 2005. Hún var með sýningu í Gallerí List 2007, Listasal Garðabæjar 2009 og Geysir bistro bar 2010.

Auður er félagi í Grósku og hefur verið með á flestum sýningum sem það hefur haldið frá því að félagið var stofnað.
Listamaður mánaðarins er samstarfsverkefni Grósku, samtaka myndlistarmanna í Garðabæ, og Bókasafns Garðabæjar.
Til baka
English
Hafðu samband