Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Guðrún Hreinsdóttir er listamaður janúarmánaðar

01.01.2018
Guðrún Hreinsdóttir er listamaður janúarmánaðarGuðrún Hreinsdóttir sýnir verk sín í janúar á Bókasafni Garðabæjar – móttaka 11. janúar klukkan 17 til 18:30 og eru allir velkomnir
Listamaður mánaðarins í Bókasafni Garðabæjar er í samstarfi við Grósku. Guðrún Hreinsdóttir er listamaður janúarmánaðar og tekur á móti gestum og gangandi fimmtudaginn 11. janúar nk. á milli klukkan fimm og hálf sjö. Móttakan er opin fyrir alla.
Listamaður janúarmánaðar á Bókasafni Garðabæjar
Guðrún Hreinsdóttir er myndlistarkona og læknir og hefur alltaf haft ríka sköpunarþörf sem brýst út í ljóðum og leirlist og nú seinni ár mest í vatnslitamyndum. Hún hefur verið athafnasöm frá 2009 en þá hélt hún sína fyrstu málverkasýningu og gaf út fyrstu ljóðabókina Skil myndskreytta með vatnslitamyndum. Hún hefur síðan þá haldið nokkrar einkasýningar og tekið þátt í fjölmörgum samsýningum á Íslandi og var valin fulltrúi Íslands fyrir hönd NAS (Nordisk Akvarell Selskap/ Norræna vatnslitafélagsins) á 18. sýningu ECWS (European Confederation of Watercolour Societies - the ECWS) í Llanca á Spáni í september 2015. Hún tók þátt í List lækna í Tromsö 2011 og í Reykjavík 2010. Sumarið 2016 sýndi hún vatnslitaverk ásamt Björk Tryggvadóttur og Þóru Einarsdóttur í Jakobstad í Finnlandi í tengslum við vinabæjarmót Norrænafélagsins. Ljóðabókin Dútl kom út 2015. Þessa dagana tekur hún þátt í stórri alþjóðlegri vatnslitasýningu, Watercolor connection í Norrænahúsinu ásamt meðlimum Norræna vatnslitafélagsins og Royal Watercolor society of Wales. Á sýningunni eru 92 verk eftir 72 málara. Sýningin opnaði 11. nóvember 2017 og hefur verið framlengd til 21. janúar 2018 vegna mikillar aðsóknar. Stórar vatnslitasýningar eru sjaldgæfar á Íslandi og því mjög ánægjulegt að slík sýning sé sett upp hérlendis.
https://www.facebook.com/watercolor.artist.gudrun.hreinsdottir/
http://www.gallerigudrun.com/shop
Til baka
English
Hafðu samband