Safnanótt í bókasafninu Garðatorgi 7 - fjölbreytt dagskrá fyrir alla
Svavar Knútur endar dagskrá kvöldsins um hálf tíu leytið. Húallasmiðja, snúningsdiskasmiðja, spákona, axlanudd, Nanna Rögnvaldardóttir, hljómsveit frá Tónlistarskóla Garðabæjar og skólakór Sjálandsskóla.
Viðburðir á bókasafni :
Kl. 18:30 Skólakór Sjálandsskóla tekur nokkur lög undir stjórn Ólafs Schrams.
Kl. 19:00 og 20:15 Húlladúllan með sirkusdót Unnur María Bergsveinsdóttir sýnir listir með húllahringjum og stýrir svo húllasmiðju. Hlé verður um klukkan 19:45 og upp úr átta verður boðið upp á snúningsdiska. Mæting á Garðatorg 7, allir velkomnir í gleðina á torginu.
Kl. 20:00 Nanna Rögnvaldardóttir matarbloggari og höfundur fjallar um gerð bókanna og matargerð fyrr og nú. Mæting upp á aðra hæð bókasafnsins Garðatorgi 7. Við hvetjum alla að koma og hlusta á Nönnu.
Kl. 21:00 Hljómsveit frá Tónlistarskóla Garðabæjar. Hljómsveitin mun spila fyrir gesti jazz standarda. Hvetjum alla til að koma á hlusta á efnilega krakka og mögulega framtíða stjörnur. Mæting í Heimilishorn bókasafnsins við Garðatorg 7.
Á milli klukkan 20:00 og 22:00 spáir Hrönn Friðriksdóttir í spil fyrir gesti og gangandi. Við hvetjum fólk að kíkja á okkur og panta tíma í afgreiðslu bókasafnsins. Kíkið inn í framtíðina með aðstoð Hrannar.
Á milli klukkan 19:30 og 21:30 munu Karen Ósk og Richard nudda gesti. Endurnærandi og slakandi axlanudd sem mýkir vöðvana og dregur úr spennu. Tímapantanir í afgreiðslu bókasafnsins. Boðið upp á 10 mínútna tíma. Allir velkomnir á Garðatorg 7.
Kl. 21:30 Svavar Knútur tónlistarmaður spilar og syngur fyrir gesti. Allir eru hvattir til að koma og hlusta á þennan frábæra tónlistarmann. Mæting á Garðatorg 7 í kaffihúsastemningu. Verið velkomin.
Bókamarkaður verður í gangi með nýjum gömlum bókum. Sjón er söguríkari. Bókagersemar á Garðatorgi 7.