Guðrún frá Lundi - bókaspjall þriðjudagskvöldið 13. febrúar kl. 19:30
Marín Guðrún Hrafnsdóttir sem er barnabarn Guðrúnar segir frá æviferli skáldkonunnar Guðrúnar frá Lundi. Allir velkomnir
Guðrún fæddist á Lundi í Stíflu í Fljótum í Skagafirði, ein af ellefu börnum Árna Magnússonar og Baldvinu Ásgrímsdóttur.
Bækur Guðrúnar eru:
Dalalíf, 1946–1951, 5 bindi (1: Æskuleikir og ástir; 2: Alvara og sorgir; 3: Tæpar leiðir; 4: Laun syndarinnar; 5: Logn að kvöldi).
Afdalabarn, 1950.
Tengdadóttirin, 1952–1954, 3 bindi (1: Á krossgötum; 2: Hrundar vörður; 3: Sæla sveitarinnar).
Þar sem brimaldan brotnar, 1955. — Fyrra bindi af tveimur.
Römm er sú taug, 1956. — Síðara bindi af tveimur.
Ölduföll, 1957.
Svíður sárt brenndum, 1958. — Fyrsta bindi af þremur.
Á ókunnum slóðum, 1959. — Annað bindi af þremur.
Í heimahögum, 1960. — Þriðja bindi af þremur.
Stýfðar fjaðrir (3 bindi), 1961–1963.
Hvikul er konuást, 1964.
Sólmánaðardagar í Sellandi, 1965. — Fyrsta bindi af þremur.
Dregur ský fyrir sól, 1966. — Annað bindi af þremur.
Náttmálaskin, 1967. — Þriðja bindi af þremur.
Gulnuð blöð, 1968.
Utan frá sjó (4 bindi), 1970–1973 (Wikipedia).