Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Ævintýraeyjan Tenerife – kynning mánudaginn 3.september klukkan 18:00

23.08.2018
Ævintýraeyjan Tenerife – kynning mánudaginn 3.september klukkan 18:00

Ævintýraeyjan Tenerife – kynning mánudaginn 3.september klukkan 18:00

Pýramídar, regnskógur, náttúrulaugar, góðar gönguleiðir og geitaostur. Allt þetta og meira til á Tenerife! Þriðjudaginn 3 september kl 18 mun Snæfríður Ingadóttir fjölmiðlakona fjalla um nýútkomna ferðahandbók sína, Ævintýraeyjan Tenerife - stór ævintýri á lítilli eyju, á Bókasafni Garðabæjar. Snæfríður ferðast árlega til Kanaríeyja með fjölskyldu sinni og er Tenerife í sérstöku uppáhaldi hjá henni. Í bókinni deilir hún úr reynslubanka sínum og gefur lesendum hugmyndir að ýmsu áhugaverðu sem vert er að skoða og upplifa á Tenerife. Ef þú ert á leið til Tenerife og vilt lenda í stórum ævintýrum á þessarri litlu eyju þá veitir þessi bók þér innblástur! Bókin verður fáanleg á staðnum á tilboðsverði, 3000 kr., enginn posi.
Til baka
English
Hafðu samband