Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Sigríður G. Jónsdóttir er listamaður desembermánaðar á Bókasafni Garðabæjar

09.12.2018
Sigríður G. Jónsdóttir er listamaður desembermánaðar á Bókasafni Garðabæjar

Sigríður G. Jónsdóttir er listamaður desembermánaðar á Bókasafni Garðabæjar


Sigríður verður með sýningaropnun í bókasafninu Garðatorgi 7 föstudaginn 7.desember á milli klukkan 16 og 18 og eru allir hjartanlega velkomnir. Listamaður mánaðarins á Garðatorgi er í samstarfi Bókasafns Garðabæjar og Grósku.
Sigríður G. Jónsdóttir er fædd á Ísafirði 29.febrúar 1940 og ólst upp á Akranesi og er nú búsett í Reykjavík. Sigríður starfaði sem sjúkraliði í þrjátíu og fimm ár og hefur stundað nám við Myndlistaskóla Kópavogs auk þess að vera meðlimur hópsins Litagleði sem ýmsir kennarar hafa leiðbeint. Þá sat Sigríður í fyrstu stjórn Félags Frístundamálara, sem nú heitir Litka. Hún er einnig meðlimur myndlistafélagsins Grósku sem er til húsa á Garðatorgi þar sem Sigríður er með vinnustofu ásamt tveimur vinkonum. Í rúmlega tuttugu ár hefur Sigríður stundað myndlist og haldið einkasýningar og tekið þátt í fjölda samsýninga. Sigríður málar með vatns-, olíu- og akrýllitum.
Myndlistasýning Sigríðar mun standa yfir í desember. Verið velkomin á bókasafnið.
Til baka
English
Hafðu samband