Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

"Hvernig lítur Garðabær út árið 2018" er ljósmyndasýning sem var opnuð þriðjudaginn 18.desember

19.12.2018
"Hvernig lítur Garðabær út árið 2018" er ljósmyndasýning sem var opnuð þriðjudaginn 18.desember

,,Hvernig lítur Garðabær út árið 2018?“ var þema ljósmyndasýningar sem Bókasafn Garðabæjar og menningar- og safnanefnd Garðabæjar standa að og var opnuð með pompi og prakt á 50 ára afmæli Bókasafns Garðabæjar, þann 18. desember.

Leitað var til bæjarbúa og annarra velunnara Garðabæjar um að senda inn ljósmyndir úr Garðabæ sem voru teknar á árinu 2018. Ekki stóð á innsendingum sem voru alls um 140 myndir.
Dómnefnd valdi athyglisverðustu ljósmyndirnar sem fengu svo viðurkenningar á opnuninni. Við val á þeim var skoðað hvernig ljósmyndara tókst að ná á ljósmynd umhverfi, landslagi, bæjarbrag og mannlífi í Garðabæ árið 2018.
Sex myndir hlutu viðurkenningu í flokki fullorðinna.
Garðatorg -Ljósmyndari: Axel Thorarensen.
Heygjöf við Garðakirkju - Ljósmyndari: Runólfur Birgir Leifsson.
Eldsvoði í Molduhrauni - Ljósmyndari: Hjálmtýr Guðmundsson.
Yrkju gróðursetning á Bessastaðanesi -Ljósmyndari Ásta Leifsdóttir.
Þetta er ég - Ljósmyndari Ragnheiður Dísa Gunnarsdóttir.
Lyngið - Ljósmyndari Torfi Geir Símonarson.
Ungir ljósmyndarar
Þrír ljósmyndarar yngri en 18 ára fengu hvatningarverðlaun. Myndirnar frá þeim öllum þremur bera vitni um hæfileika til myndatöku og gott auga fyrir myndefni.
Sólsetur í Gálgahrauni - Ljósmyndari: Sólon Björn Hannesson.
Lækur - Ljósmyndari: Alma Rut Arnarsdóttir.
Fjaran á Álftanesi og Bessastaðanesi - Ljósmyndari: Salome Vilbergs Kristinsdóttir.
Allar myndirnar sem fengu viðurkenningu eru útprentaðar til sýnis í Bókasafni Garðabæjar, Garðatorgi. Einnig eru allar innsendar myndir til sýnis á skjá.
Til baka
English
Hafðu samband