Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Legosmiðja laugardaginn 16.mars klukkan 12 í fjölskyldustund

04.03.2019
Legosmiðja laugardaginn 16.mars klukkan 12 í fjölskyldustund

Legosmiðja í fjölskyldustund

Laugardaginn 16.mars kl. 12:00 til 14:00 verður haldin legosmiðja á Bókasafni Garðabæjar þar sem Jóhann Breiðfjörð mun koma og kenna krökkum á aldrinum 6 til 13 ára að byggja úr tækni LEGO kubbum. Yngri börn eru líka velkomin en þar sem þetta eru svolítið flókið sem hann er að kenna þá er æskilegt að börn yngri en 6 ára séu í fylgd foreldris eða eldri systkina.

Mun hann kenna notkun tannhjóla, mótora og fleira og aðstoða við sköpun á eigin módeli. Á staðnum verða um 100 kíló af tækni LEGO kubbum sem hægt er að byggja úr.

Jóhann starfaði í 5 ár sem hönnuður, hugmyndasmiður og ráðgjafi hjá tæknideild danska leikfangafyrirtækisins LEGO (LEGO Technik) og hefur um árabil haldið tækni LEGO námskeið í grunnskólum og félagsmiðstöðvum á Íslandi.

Allir velkomnir og kostar ekkert.

Til baka
English
Hafðu samband