Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Dr.Bæk og Gunnar Helgason mæta á bókasafnið Garðatorgi 7 - laugardaginn 27.apríl

23.04.2019
Dr.Bæk og Gunnar Helgason mæta á bókasafnið Garðatorgi 7 - laugardaginn 27.apríl

Laugardaginn 27.apríl Dr.Bæk og Gunnar Helgason 

Gunnar Helgason rithöfundur og leikari les upp úr nýjustu barna– og unglingafótboltabók sinni Barist í Barcelona: fótboltasagan mikla #5 klukkan 11. Allir velkominir á meðan húsrúm leyfir og kleinur á boðstólnum.

Fögnum sumri með Dr. BÆK á Bókasafni Garðabæjar að Garðatorgi 7. Við hvetjum alla hjólaeigendur að koma með hjólhesta sína í fría ástandsskoðun hjá doktornum í upphafi sumarsins á milli klukkan 12 og 14. Hann kemur með farandskoðunarstöðina sína, pumpu, olíur og nokkra skiptilykla. Doktorinn skoðar hjólin og vottar heilsu þeirra. Alls konar spurningar leyfðar. Allir velkomnir.

Til baka
English
Hafðu samband