Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Bókasafnið opið á 17.júní

13.06.2019
Bókasafnið opið á 17.júní

Verið velkomin á Bókasafn Garðabæjar 17.júní á milli klukkan 13 og 17

Kaffihlaðborð í Sveinatungu kl. 14:00 - 16:30

Árlegt kaffihlaðborð Kvenfélags Garðabæjar í Sveinatungu, nýrri fjölnota aðstöðu, á Garðatorgi 7.

Dagskráin fyrir 17. júní í Garðabær er spennandi líkt og síðustu ár.

 

Morgundagskrá

Golfvöllur við Haukshús:
kl. 10:00. 17. júnímót Golfklúbbs Álftaness. Keppt verður í flokki 15 ára og eldri og 14 ára og yngri. Skráning í mótið fer fram á staðnum og hefst klukkan 9:30.

Sund í Álftaneslaug: 
Frítt í sund fyrir Garðbæinga. Opið kl. 10:00 - 14:00.


Vífilsstaðavatn, allan daginn :
Ókeypis veiði fyrir alla Garðbæinga við suðurbakka vatnsins og á bryggju.

Hönnunarsafn Íslands: 
kl. 12- 17. Opið í Hönnunarsafni Íslands á Garðatorgi 1. 
Ókeypis aðgangur í tilefni dagsins.

Hátíðardagskrá

Safnaðarheimili Bessastaðasóknar kl. 10:00:
Helgistund í safnaðarheimilinu, Brekkuskógum 1.

Skrúðganga leggur af stað kl. 10:15

Gengið frá Brekkuskógum að hátíðarsvæði við Álftaneslaug.

Fánaborg í umsjón Skátafélagsins Svana.

Blásarasveit Tónlistarskóla Garðabæjar spilar.

Á hátíðarsviði á Álftanesi kl. 10:35 – 11:20

Setning – formaður íþrótta- og tómstundaráðs

Fjallkona

Karma Brigade

Skoppa og Skrítla

Á hátíðarsvæði á Álftanesi kl. 10:35 - 11:40

Hoppukastalar – Kandíflos - Sölutjöld


Vídalínskirkja kl. 13:15

Hátíðarstund í Vídalínskirkju.
Nýstúdent Guðrún Kristín Kristinsdóttir flytur ávarp.

Skrúðganga leggur af stað kl. 14:00

Gengið frá Vídalínskirkju, eftir Hofsstaðabraut, Karlabraut og Vífilsstaðavegi að hátíðarsvæði við Garðatorg.

Fánaborg í umsjón Skátafélagsins Vífils.

Blásarasveit Tónlistarskóla Garðabæjar spilar.

Ávarp forseta bæjarstjórnar

Fjallkona

Karma Brigade

Sirkus Ísland

Herra Hnetusmjör

Skoppa og SkrítlaÁ hátíðarsvæði á Garðatorgi kl. 15:00 - 16:30

Hoppukastalar - Stultur og leikföng – Sölutjöld - Kandíflos

Kaffihlaðborð í Sveinatungu kl. 14:00 - 16:30

Árlegt kaffihlaðborð Kvenfélags Garðabæjar í Sveinatungu, nýrri fjölnota aðstöðu, á Garðatorgi 7.

Hátíðartónleikar í Kirkjuhvoli, safnaðarheimili Vídalínskirkju kl. 20:00

Salon Islandus-kvartettinn og Hanna Dóra Sturludóttir mezzosópran flytja vinsæl Vínarlög, aríur, dúetta, valsa og aðra létta tónlist.

Aðgangur er ókeypis í boði Garðabæjar og allir hjartanlega velkomnir.

ATH! Börn eru á ábyrgð foreldra í allri dagskrá

Til baka
English
Hafðu samband