Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Krakkaforritun kl. 13 - Micro-bit - skráning nauðsynleg

21.02.2020
Krakkaforritun kl. 13 - Micro-bit - skráning nauðsynleg

Micro:bit - forritunarsmiðja fyrir börn 6 til 12 ára laugardaginn 29.febrúar klukkan 13 til 14:30. Þeir sem hafa tök á mega mæta með eigin spjaldtölvu.

Micro:bit - forritunarsmiðja fyrir börn. Einingaforritun er kennd með því að nota Micro:bit sem er lítil forritanleg tölva á stærð við kreditkort. Hægt er að forrita tölvuna til að gera skemmtilega hluti, t.d. til að haga sér eins og teningur eða vasaljós. Um er að ræða örnámskeið laugardaginn 29.febrúar fyrir 6 til 12 ára börn. Allir velkomnir.

Skráning nauðsynleg fyrirfram á bokasafn@gardabaer.is eða í síma 591 4550.

Krakkaforritun er forritunarsmiðjur sem eru samstarfsverkefni Bókasafns Garðabæjar og menningar- og safnanefndar Garðabæjar. Næsta smiðja er laugardaginn 28.mars kl. 13 - Scratch og Makey Makey. Laugardaginn 18.apríl kl. 13 er námskeið í Python (forritunarmál)

Til baka
English
Hafðu samband