Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Bókasafnið er lokað vegna samkomubanns

23.03.2020
Bókasafnið er lokað vegna samkomubanns

Bókasafn Garðabæjar er lokað frá og með þriðjudeginum 24.mars vegna hertra takmarkana á samkomubanni 

  • Eins og sakir standa reiknum við með að opna aftur þriðjudaginn 14. apríl. Öllum viðburðum hefur verið frestað um sinn. 
  • Hægt er að leita eftir aðstoð bókasafnsins í síma 591 4550, með skilaboðum á Facebook og tölvupósti bokasafn@gardabaer.is á milli klukkan 10 og 16 alla virka daga. 
  • Skiladagur allra bókasafnsgagna, sem á að skila á þessu tímabili, verður færður til mánudags 20. apríl. Þetta þýðir að ef þú ert til dæmis með bók í láni með skiladegi 25. mars eða tímarit 2.apríl  verður nýr skiladagur á öllu saman mánudagur 20. apríl. Vinsamlegast skilið ekki gögnum á meðan samkomubanni stendur. Bækur og önnur bókasafnsgögn safna ekki dagsektum vegna vanskila á þessu tímabili.
  • Bókasafnið lánar ekki út gögn né keyrir heim.
  • Við minnum á að Rafbókasafnið er alltaf opið, og aðgengilegt öllum sem eiga bókasafnskort í gildi. Rafbækur má lesa eða hlusta á beint úr tölvu eða í gegnum Libby appið á snjalltækjum. Nánari leiðbeiningar hér.
Til baka
English
Hafðu samband