Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Lestur er bestur - hryllilega spennandi á Bókasafnsdaginn

04.09.2020
Lestur er bestur - hryllilega spennandi á Bókasafnsdaginn

Bóksafnsdagurinn á Bókasafni Garðabæjar þriðjudaginn 8.september - hryllilega spennandi

Hvað er HRYLLILEGASTA bók sem þú hefur lesið?
HRYLLILEGA SPENNANDI er þema Bókasafnsdagsins 8. september. Bókasafnið býður upp á mikið af HRYLLILEGA SPENNANDI draugasögum, glæpasögum og hryllingssögum.
Taktu þátt í kjörinu um hryllilegustu bók sem þú hefur lesið! Niðurstöður kynntar á Bókasafnsdaginn. 
Fylltu út þetta form: https://bit.ly/3gUy5wZ

Af tilefni dagsins flytur Hildur Knútsdóttir erindi sem tengist þema dagsins: Hryllilega spennandi. Erindinu verður streymt beint af facebook síðu Bókasafnsdagsins klukkan 11:00.

https://www.facebook.com/bokasafnsdagurinn/

Það verður hægt að fylgjast með erindinu á bókasafninu Garðatorgi 7. Að loknu erindinu hennar Hildar mun hryllilega spennandi bíómynd rúlla á skjánum.

 

 

Til baka
English
Hafðu samband