Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Viðmið vegna COVID – Bókasafnið Garðatorgi og Álftanesi er opið

06.10.2020
Viðmið vegna COVID – Bókasafnið Garðatorgi og Álftanesi er opið

Afgreiðslutími Bókasafns Garðabæjar helst óbreyttur og mun þjónusta við gesti miðast fyrst og fremst við útlán og skil gagna.

Öllu viðburðahaldi er frestað eins og stendur.

📖 Frá og með 5.október er fjöldi gesta takmarkaður við 20 manns að meðtöldu starfsfólki. Tveggja metra reglan er í fullu gildi milli gesta og starfsfólks. Gestir þurfa að spritta hendur áður en gengið er inn á safnið.
📖 Afgreiðslutími Bókasafns Garðabæjar helst óbreyttur og mun þjónusta við gesti miðast fyrst og fremst við útlán og skil gagna. Hægt er að nálgast bækur á rafboksafnid.is.
📖 Mælst er til að gestir dvelji ekki lengi á safninu og verða því dagblöð, kaffivél, afþreying fyrir börnin og setusvæði ekki í boði. Lesstofan á efri hæð verður lokuð.

📖 Vissar reglur munu gilda um skil á gögnum og eins eru gestir beðnir um að sýna þolinmæði við afgreiðsluborð, sjálfsafgreiðsluvél og vinsælustu hillurnar. Æskilegt er að skila gögnum í sjálfsafgreiðsluvél.

📖 Fólk með flensulík einkenni, er slappt eða í sóttkví á EKKI að koma sjálft á safnið.

📖 Mælt er með að viðkvæmustu hóparnir komi frekar á safnið fyrir hádegi og aðrir eftir hádegi til að byrja með.

📖 Verið innilega velkomin, hlökkum mikið til að sjá ykkur.

Öllu viðburðahaldi er frestað eins og stendur.

Til baka
English
Hafðu samband