Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Yrsa Þöll Gylfadóttir rithöfundur les upp úr bókum á Facebook Bókasafns Garðabæjar

09.12.2020
Yrsa Þöll Gylfadóttir rithöfundur les upp úr bókum á Facebook Bókasafns Garðabæjar

Yrsa Þöll Gylfadóttir rithöfundur segir frá og les upp úr barnabókunum sínum Prumpusamloka og Geggjað ósanngjarnt - Bekkurinn minn. Viðburðurinn mun birtast sem "premier" streymi kl.13 á laugardaginn.

Prumpusamloka - Bekkurinn minn, fjallar um fyrsta skóladag Nadiru, sem nýflutt er til Íslands frá Írak. Við fylgjumst með henni fóta sig í bekknum, kynnast kennaranum og bekkjarfélögunum og læra ný orð, misnytsamleg þó.
Geggjað ósanngjarnt! - Bekkurinn minn, fjallar um Bjarna Frey sem finnst hann ítrekað hafður fyrir rangri sök. Eitt skiptið er honum nóg boðið og hann strýkur úr frístund ásamt Mikael vini sínum.
Bekkurinn minn er bókaflokkur ætlaður byrjendum í lestri. Hver saga er sögð frá sjónarhorni eins nemanda en allar aðalpersónurnar eru saman í bekk í íslenskum grunnskóla. Lesandi fær því að kynnast fjölbreyttum veruleika ólíkra barna, bæði innan og utan veggja skólans. Sögurnar eru áhugaverðar og spennandi, með góðum og fjölbreyttum orðaforða, aðgengilegu letri og rúmu línubili.

Viðburðinum verður streymt af Facebook Bókasafns Garðabæjar

Yrsa Þöll Gylfadóttir - les upp úr bókinni Strendingur fjölskyldulíf á Facebook Bókasafns Garðabæjar þriðjudaginn 15.desember klukkan 12

Sérhver fjölskylda geymir mörg líf og margar raddir. Pétur vinnur fyrir auglýsingastofu en elur með sér skáldadrauma. Eva kona hans stendur í ströngu sem byggingafulltrúi á Stapaströnd. Saman eiga þau þrjú börn; unglinginn Silju, sem hefur annan fótinn í öðrum heimi, viðkvæma sex ára drenginn Steinar og ungbarnið Ólafíu. Auk þess er á heimilinu eðalborinn og ævaforn köttur, kallaður Mjálmar, og þangað kemur líka faðir Péturs, Bergur, fyrrum bóndi sem hefur nýverið misst konu sína og er við það að hverfa inn í heim gleymskunnar. Í þessari skemmtilegu og áhrifamiklu skáldsögu fylgjumst við með hálfu ári í lífi fjölskyldu, þar sem allir sjö hugarheimar hennar fá rödd. Yrsa Þöll Gylfadóttir er fædd í Reykjavík og eftir fimm ára búsetu í Kanada ólst hún að mestu upp í Garðabæ. Hún er nú mætt á Bókasafn Garðabæjar til að að lesa fyrir íbúa uppeldisbæjarins.

Viðburðinum verður streymt af Facebook Bókasafns Garðabæjar

Til baka
English
Hafðu samband