Upplýsingar fyrir bókasafnsaðgang
18.01.2021

Munið að láta starfsfólk bókasafns vita ef upplýsingar um netfang, síma og slíkt breytist
Kæru lánþegar, endilega látið okkur vita ef netfangið ykkar breytist. Svo mikið um að póstar með ábendingum um skiladag og frátektir skili sér ekki til ykkar vegna breytts netfangs.
Það er líka hægt að fara inn á leitir.is og breyta upplýsingum. Ef þið eruð búin að gleyma lykilorði inn á aðganginn ykkar hafið þá samband við afgreiðslu bókasafnsins og fáið nýtt númer. Mjög mikilvægt að leggja lykilorðið á minnið. Nýtist við sjálfsafgreiðslu líka.