Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Vetrarhátíð Garðabæjar 4. til 7.febrúar - bókasafnið opið á sunnudeginum á milli klukkan 14-16

03.02.2021

Sunnudaginn 7. febrúar klukkan 13:00 fer höfundur Fíusólar, Kristín Helga Gunnarsdóttir, í fjölskyldugöngu sem hefst við leikskólann Lundaból við Hofsstaðabraut. Slóðir Fíusólar verða rannsakaðar og sögurnar á bak við bækurnar ræddar. Göngunni lýkur við Bókasafn Garðabæjar með stuttri myndasýningu.

Vetrarhátíð verður haldin dagana 4. – 7. febrúar 2021.
Vegna sóttvarnaráðstafanna verður hátíðin með breyttu sniði í ár. Lögð verður áhersla á list í almannarými, útilistaverk, menningarmerkingar og ljóslistaverk.

 

Vetrarhátíð verður haldin dagana 4. – 7. febrúar 2021.
Vegna sóttvarnaráðstafanna verður hátíðin með breyttu sniði í ár. Lögð verður áhersla á list í almannarými, útilistaverk, menningarmerkingar og ljóslistaverk.

Skemmtilegir viðburðir verða í boði í Garðabæ sem Garðbæingar eru hvattir til að kynna sér.

Útilistaverk, rafræn leiðsögn | Vetrarhátíð í Garðabæ

Leiðsögn með Birtu Guðjónsdóttur sýningarstjóra um fimm af útilistaverkum sem staðsett eru í Garðabæ. Leiðsögnin er aðgengileg hér fimmtudaginn 4. febrúar kl. 12.

Ljósker, afmælishátíð Leirlistafélgs Íslands við Hönnunarsafn Íslands | Vetrarhátíð í Garðabæ

Í tilefni af 40 ára afmæli Leirlistafélags Íslands verður kveikt á 44 ljóskerum fyrir utan Hönnunarsafn íslands fimmtudaginn 4. febrúar kl. 18 - 20. Viðburðinn er hluti af Vetrarhátíð í Garðabæ og stendur frá 4. -7. febrúar.
Kveikt verður á ljóskerunum alla dagana sem Vetrarhátíð stendur yfir og munu þau loga til kl. 20 á kvöldin.

Örvídd, ljóslistaverk á Vífilsstöðum | Vetrarhátíð í Garðabæ

Föstudaginn 5. febrúar frá kl. 18:00 – 23:00 mun ljóslistaverk Hrundar Atladóttur, Örvídd, lifna við á Búshúsinu við Vífilsstaðaveg 105, við Vífilsstaðaspítala. Hægt er að njótið af bílastæði andspænis spítalanum, hljóðverki eftir Geir Helga Birgisson verður varpað samtímis á rás FM 107,5.

Berklaganga | Vetrarhátíð í Garðabæ

Laugardaginn 6. Febrúar klukkan 15:30 leiðir Einar Skúlason göngugarpur og sagnfræðingur göngu sem hefst við aðalbílastæði Vífilsstaða. Á Berklahælinu á Vífilsstöðum var lagt mikið upp úr útivist og fersku lofti og þegar sjúklingar gátu var hvatt til gönguferða.

Söguganga | Vetrarhátið í Garðabæ

Sunnudaginn 7. febrúar klukkan 13:00 fer höfundur Fíusólar, Kristín Helga Gunnarsdóttir, í fjölskyldugöngu sem hefst við leikskólann Lundaból við Hofsstaðabraut. Slóðir Fíusólar verða rannsakaðar og sögurnar á bak við bækurnar ræddar. 

Gengið verður niður Silfurtún og ferðast í gegnum tímann með Binnu og Móa hrekkjusvíni en göngunni lýkur við Bókasafnið á Garðatorgi 7. Dagskráin tekur tæpar tvær klukkustundir en opið verður á Bókasafninu frá 14-16 í tilefni göngunnar. Gestir eru beðnir að klæðast eftir veðri og hafa sóttvarnir í hávegum

Til baka
English
Hafðu samband