Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Vorið nálgast - myndlistasýning með Ingunni Jensdóttur og Gunnari Júlíussyni

06.03.2021
Vorið nálgast - myndlistasýning með Ingunni Jensdóttur og Gunnari Júlíussyni

Listamenn marsmánaðar í Bókasafni Garðabæjar í samstarfi við Grósku, félags myndlistarmanna í Garðabæ, eru Ingunn Jensdóttir og Gunnar Júlíusson

Sýningin hefst miðvikudaginn 3. mars og er til 31. mars. Samsýning þeirra ber heitið „Vorið nálgast“. Listamenn taka á móti gestum laugardaginn 6.mars á milli klukkan 13 og 15. Sýningin er opin á afgreiðslutíma Bókasafns Garðabæjar, Garðatorgi 7.
Ingunn Jensdóttir hefur numið myndlist víða. Meðal annars nam hún teikningu í Kaupmannahöfn, vatnslitamálun og olíumálun lærði hún í Myndlistarskóla Kópavogs og hefur setið Master Class námskeið hjá Bjarna Sigurbjörnssyni.
Ingunn hefur haldið fjölda einkasýninga og tekið þátt í samsýningum.
Gunnar Júlíusson er grafískur hönnuður, myndskreytir og skopmyndateiknari, en nú á síðari árum hefur hann einbeitt sér að list í ýmsum öðrum miðlum og hefur þá aðallega unnið með kol og pastel á gamalt timbur. Einnig málar hann verk í tölvu sem eru prentuð á stórar álplötur. Hann vinnur einnig með olíu og akrýl á striga, vatnsliti og gluggafilmur.
Hann hefur verið með nokkrar einkasýningar og tekið þátt í mörgum samsýningum.
Sýningin er opin á opnunartíma safnsins.
Til baka
English
Hafðu samband