Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Uppbókað - MineCraft námskeið fyrir 6-10 ára og Lesið fyrir hund laugardaginn 10.apríl

10.03.2021
Uppbókað - MineCraft námskeið fyrir 6-10 ára og Lesið fyrir hund laugardaginn 10.apríl

Uppbókað - MineCraft með Intrix fyrir 6-10 ára á sama tíma - Búið að loka fyrir skráningu

MineCraft í Bókasafni Garðabæjar, Garðatorgi 7. Takmörkuð sæti í boði. Skráning/Registration: skráningarform eða á bokasafn@gardabaer.is

Hinn geysivinsæli leikur Minecraft kann að virðast örlítið flókinn í fyrstu – hvernig passar þetta allt saman? Hvernig get ég búið til nýja hluti og efni? Á þessu forritunarnámskeiði er 6-10 ára krökkum boðið að koma og læra leikinn, hvort sem þau eru að stíga fyrstu skrefin eða þurfa smá hjálp við að smíða geimflaugina sína. Kennsla er í höndum verkfræði- og tölvunarfræðinema frá Intrix og munu þeir bera andlitsgrímur á námskeiðinu. Gott er að hafa iPad eða Android spjaldtölvu meðferðis.

Minecraft programming course for 6-10 year olds. Please bring an iPad or Android tablet if possible. Registration required at bokasafn@gardabaer.is.

Lesið fyrir hund - skráning nauðsynleg

Lesið fyrir hund laugardaginn 10.apríl á milli klukkan 11:30-12:30- skráning nauðsynleg. Í samstarfi við Vigdísi - Félag gæludýra á Íslandi býður Bókasafn Garðabæjar, Garðatorgi 7, börnum að koma og lesa fyrir sérþjálfaðan hund. Hver lestrarstund er 20 mínútur, barnið þarf að geta lesið sjálft og vera búið að velja lesefni fyrirfram. Hægt er að skrá sig í síma 591 4550 eða með tölvupósti bokasafn@gardabaer.is og þarf að gefa upp nafn og aldur barns og nafn, kennitölu, símanúmer og netfang þess sem mætir með barninu á safnið. Munið að grímuskylda er á bókasafninu. Verið velkomin.






Til baka
English
Hafðu samband