Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Louise le Roux er listamaður ágústmánaðar - allir velkomnir

11.08.2021
Louise le Roux er listamaður ágústmánaðar - allir velkomnir

Blóm og tilfinningar er yfirskrift sýningar Louise le Roux

.
🌸🌸🌸🌸🌸🌸🌸🌸🌸🌸🌸🌸🌸
Louise le Roux er listamaður mánaðarins á Bókasafni Garðabæjar. Hún verður með listamannaspjall á bókasafninu fimmtudaginn 12. ágúst kl. 17.
🌸🌸🌸🌸🌸🌸🌸🌸🌸🌸🌸🌸🌸
Louise sýnir abstrakt blóm ásamt öðrum abstrakt myndum. Myndirnar eru allar unnar út frá tilfinningum og tjáningu listamannsins í formi og lit. Árið 2020 gafst lítill tími til að mála vegna anna við Covid skimun og fleira, en undirbúningur fyrir Jónmessugleði Grósku ýtti undir sköpunarkraftinn á ný.
Myndirnar eru ýmist unnar á striga eða pappír með blandaðri tækni. Allar myndirnar eru unnar með takmörkuðu litavali þar sem eingöngu 3 litir eru notaðir í hverri mynd auk hvíts og svarts.
Listamaður mánaðarins er samstarfsverkefni Grósku, samtaka myndlistarmanna í Garðabæ og Bókasafns Garðabæjar.
Louise er varaformaður Grósku, samtökum myndlistarmanna í Garðabæ og starfar við rannsóknir í Íslenskri erfðagreiningu. Hún hefur lokið ýmsum námskeiðum í myndlist við Myndlistaskóla Kópavogs og Tækniskólanum, en er auk þess með Masterspróf í líffræði frá Háskóla Íslands. Hún hefur tekið þátt í fjölmörgum samsýningum og helt sína fyrstu einkasýningu 2017.
🌸🌸🌸🌸🌸🌸🌸🌸🌸🌸🌸🌸
Til baka
English
Hafðu samband