Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Bækur fyrir ung börn

24.08.2021
Bækur fyrir ung börn

Foreldrar ungra barna munið að það er aldrei of snemmt að kynna bækur fyrir börnum og að lesa fyrir þau. Fyrsta foreldrafræðsla vetrarins fimmtudaginn 16.september

Þessi 3ja mánaða drengur elskar t.d. bækurnar um Oran og Gutan eftir Hiroe Terada þroskasálfræðing. Bækurnar eru markvisst með svart hvítum myndum þar sem að yngstu lesendurnir geta betur greint hluti í svart hvítu, og halda þær því vel athygli barnanna. Hægt er að fá þær að láni á bókasafninu og margar aðrar góðar ungbarnabækur.

Arna Skúladóttir með svefnráðgjöf

Í vetur mun verða boðið upp á foreldrafræðslumorgna einu sinni í mánuði. Fyrsta fræðslan verður 16.september en þá kemur Arna Skúladóttir með svefnráðgjöf. Endilega fylgist með auglýsingum.
Verið innilega velkomin á bókasafnið.
@oran.is @lesturerbestur @totarikk

Til baka
English
Hafðu samband