Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Teiknimyndasmiðja-Við langeldinn/Við eldhúsborðið

16.09.2021
Teiknimyndasmiðja-Við langeldinn/Við eldhúsborðið

Teiknimyndasmiðja þar sem viðfangsefnið er lífið á landnámsöld. Sögur lifna við en leiðbeinandi er Sól Hilmarsdóttir teiknari. Laugardaginn 18.september kl. 13-15

Teiknimyndasmiðja fyrir alla fjölskylduna sem Sól Hilmarsdóttir, myndskreytir og götulistamaður, leiðir. Lífið á landnámsöld er viðfangsefnið og Sól mun aðstoða þátttakendur við að fá frábærar hugmyndir að eigin teiknimyndasögum.
Smiðjan er ókeypis.

Um Við langeldinn/Við eldhúsborðið:
Í fjölbreyttum smiðjum á Hönnunarsafni Íslands og Bókasafni Garðbæjar munu börn og fjölskyldur þeirra fá tækifæri til að velta fyrir sér lífinu á landnámsöld í samanburði við líf okkar í dag. Fornleifafræði, arkitektúr, bókmenntir, hönnun og handverk, sagnfræði og þjóðfræði eru viðfangsefni smiðjanna sem allar tengjast landnámsskálanum sem staðsettur er í Minjagarðinum að Hofsstöðum. Smiðjurnar eru ókeypis enda styrktar af Barnamenningarsjóði og menningar - og safnanefnd Garðabæjar. Minnum á persónulegar sóttvarnir og skráning persónuupplýsinga þegar mætt er á staðinn er nauðsynleg.Heildardagskrá menningar í Garðabæ má sjá hér: https://www.gardabaer.is/.../utge.../MG005_dagskra03_web.pdf
Draw your own story on the topic life during settlement with street-artist Sól Hilmarsdóttir. The workshop is free of charge.
Til baka
English
Hafðu samband