Jaðarkvennasaga þriðjudaginn 28.september kl. 18
27.09.2021
Dalrún J. Eygerðardóttir, sagnfræðingur, verður með erindi um konur sem voru á jaðri gamla bændasamfélagsins á öldum áður, vegna lífshátta sinna; förukonur og einsetukonur.Í Bókasafni Garðabæjar þriðjudaginn 28. september kl. 18.00.
Dalrún gaf nýverið út rafbókina Jaðarkvennasaga sem fjallar um sama efni.
Jaðarkvennasagan hverfist um konur sem lögðu á strauminn í íslenska bændasamfélaginu; einlegðarkonur fyrri alda. Frá upphafi Íslandsbyggðar og fram eftir 20. öldinni hafa verið til konur sem grundvölluðu líf sitt að miklu leyti á einsetu eða lífi sem fólst í eilífum ferðum á milli bæja.