Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Fjöllin mín og sólin er myndlistarsýning Margrétar Jónsdóttur í Bókasafni Garðabæjar.

29.09.2021
Fjöllin mín og sólin er myndlistarsýning Margrétar Jónsdóttur í Bókasafni Garðabæjar.

Margrét er listamaður októbermánaðar á safninu. Opnun sýningarinnar verður 1. október kl. 16:00.

Listamaður mánaðarins er samvinnuverkefni við Grósku - félag myndlistarmanna í Garðabæ.

Margrét Jónsdóttir hefur málað í meira en 20 ár.
Margrét hefur tekið þátt í mörgum samsýningum með myndlistarfélaginu Grósku í Garðabæ, og hefur sýnt í Sjóminjasafninu í Reykjavík
Auk þess hefur hún haldið einkasýningar í Gallerý Bakarý Reykjavík og Bókasafninu Kópavogi.

Margrét lýsir sýningu sinni á þennan veg:
"Ég ólst upp vestur á fjörðum, í Bolungarvík, sem stendur nyrst við Ísafjarðardjúp. Þar sést til Jökulfjarða og Norður Íshafs. Bolungarvík er umkringd háum tilkomumiklum fjöllum, Þessi fjöll eru með mér hvert sem ég fer, eru hluti af mér einsog náttúran, fólkið og sagan fyrir Vestan. Ég reyni að fanga mikilfengleika þessarra fjalla á strigann, Traðarhyrnuna sem er bak við húsið sem ég ólst upp í. Þangað fór ég mikið sem krakki, Traðarhyrnan var nokkurskonar leikvöllur okkar krakkanna. Ernirinn er mjög brattur og miklir klettar, fáir lögðu í að ganga hann, enda fór fólk ekki í fjallgöngur áður fyrr, nema þá til þess að sækja kindur. Í dag er sagan önnur, fólk gengur þessi fjöll öll sér til heilsu og skemmtunar.
Man að Traðarhyrnan var bökuð sólskini á kvöldin á sumrin, það þýddi að gott veður yrði næsta dag. Í Óshyrnu
er kletturinn Þuríður Sundafyllir, en hún var landnámskona Bolungarvíkur, tröllkona sem varð að kletti þarna. Riturinn blasirvið þegar horft er yfir Djúpið. Þessi fjöll sjást öll á sýningunni minni."


Allar myndirnar eru málaðar í olíu á striga.
Til baka
English
Hafðu samband