Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

MÍA, MORRAN og MÚMINSNÁÐI erindi með Hildur Ýr Ísberg

16.02.2022
MÍA, MORRAN og MÚMINSNÁÐI erindi með Hildur Ýr Ísberg

Þriðjudaginn 22. febrúar kl. 17:30 kemur Hildur Ýr Ísberg til okkar á Bókasafn Garðabæjar og verður með erindi um Múmínálfana og kynhlutverk.

Í bókum Tove Janssen eru kynjahlutverk talsvert áberandi í ýmsum birtingarmyndum. Sumar persónur hennar fá ekki kyni úthlutað í frásögninni og aðrar rannsaka sín kynhlutverk og skoða jafnvægi þeirra og áhrif. Þá er ýmiss kynjausli í þýðingu bókanna á íslensku. Þar fá kynsegin persónur kyn og aðrar persónur eru rangkynjaðar.
Í fyrirlestrinum verður fjallað um kynhlutverk í frásögnum Tove Jansson um múmínálfana og þá einkum í bókinni Eyjan hans Múmínpabba.
- Hvaða virkni hafa þessi hlutverk í frásögnum Tove Jansson?
- Hvernig er unnið úr þeim?
- Getum við notað múmínálfana og jafnvel múmínbollana til að skilja lífið?
Erindið er opið öllum.
Til baka
English
Hafðu samband