Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Barnamenningarhátíð í Garðabæ - Sköpun, upplifun og fjör fyrir fjölskylduna

03.04.2022
Barnamenningarhátíð í Garðabæ - Sköpun, upplifun og fjör fyrir fjölskylduna

Barnamenningarhátíð í Garðabæ - Grímu og klippimyndasmiðja og sýning á verkum leikskólabarna inn á bókasafni og fyrir utan Húlladúllan 

Barnamenningarhátíð í Garðabæ lýkur með fjölbreyttri dagskrá fyrir alla fjölskylduna en skólahópar fylla söfn og torg dagana 4. - 8. apríl.
Dagskráin 9. apríl er svona:
Bókasafn Garðabæjar
kl. 12-14
Kynjaverur; grímu og klippimyndasmiðja með Hrund Atladóttur myndlistarkonu.

Glerhýsið Garðatorgi 1-4
kl. 12-14
Víkingaskipasmiðja með myndlistarkonunum Rakel Andrésdóttur og Sölku Rósinkranz sem velta upp spurningum um hvernig var að vera barn á leið til Íslands á landnámsöld.
Hönnunarsafn Íslands
kl. 13-15
Regnbogasmiðja með Dagrúnu Ósk Jónsdóttur þjóðfræðingi og Ásgerði Heimisdóttur hönnuði. Draumar, hjátrú og fegurð regnbogans í Smiðjunni. Hönnun og handverk og pælingar fyrir alla fjölskylduna.
Hönnunarsafn Íslands
kl. 13-15
Sundfjör! Leikir og þrautir í gegnum sýninguna Sund.
Hönnunarsafn Íslands
kl. 13-16
Ókeypis aðgangur að sýningunum Sýndarsund og Sund.
Glerhýsið Garðatorgi 7
kl. 13.30
Húlladúllan húllar og húllar. Allir geta tekið þátt í hreyfingu, gleði og almennu fjöri.

Sýningar á verkum nemenda:
Glerhýsið Garðatorgi 1
Furðulaugar, sýning á sundlaugum nemenda í 3. og 4. bekk. Rán Flygenring mótaði hugmyndina ásamt Þóru Sigurbjörnsdóttur safnkennara.
Bókasafn Garðabæjar
Kynjaverur. Sýning á teikningum barna í leikskólunum Urriðaholti og Hæðarbóli sem unnu með rithöfundinum og viðburðarstjóra safnsins, Díönu Sjöfn Jóhannsdóttur.

Til baka
English
Hafðu samband