Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Fullbókað - Námskeið - Stuttmyndagerð fyrir 9-13 ára - fullbókað

26.05.2022
Fullbókað - Námskeið - Stuttmyndagerð fyrir 9-13 ára - fullbókað

Fullbókað - Skráning á námskeið í stuttmyndagerð á Bókasafni Garðabæjar dagana 20. - 22. júní.
Kennt verður í þrjá daga, mánudag til miðvikudags, frá kl. 10:00 - 13:00.

Hægt er að mæta um leið og bókasafnið opnar kl. 09:00, skoða bækur og lita.

Námskeiðsgjald eru 7000 krónur og skráningarfrestur er til 10. júní. Rukkun berst í heimabanka greiðanda.

Á námskeiðinu verður farið yfir flesta þætti þess að búa til stuttmyndir; allt frá hugmyndavinnu til hljóðvinnslu.
Gunnar Örn Arnórsson leiðbeinir, en hann er útskrifaður úr Kvikmyndaskóla Íslands af leikstjórnar - og handritsbraut. Hann hefur komið að gerð fjölda stuttmynda sem leikstjóri, handritshöfundur, framleiðandi og leikari.

Skráningarform 
Athugið. Afskráning skal berast fyrir 14. júní og ekki er unnt að endurgreiða námskeiðsgjöld eftir þann tíma.
Til baka
English
Hafðu samband