Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Ævintýrasigling til Íslands í fjölskyldustund 15.október klukkan 13

08.10.2022
Ævintýrasigling til Íslands í fjölskyldustund 15.október klukkan 13Á Bókasafni Garðabæjar, Garðatorgi, laugardaginn 15. október kl. 13:00.
Fyrir rúmlega 1000 árum byrjaði landnámsfólk að setjast að á Íslandi. Siglingin til Íslands var löng og gat verið hættuleg. Það var líka erfitt að rata en þá notaði fólk sólina á daginn og stjörnurnar um nætur til að finna rétta átt.
Dagrún Ósk Jónsdóttir þjóðfræðingur segir frá ferðalögum landnámsfólks til Íslands, skipum þeirra og sögur af sæskrímslum sem gátu orðið á vegi þess. Þá munum við skoða gömul Íslandskort og hvaða hugmyndir fólk virðist hafa haft um Ísland á þessum tíma, áður en við útbúum okkar eigin kort sem sýna ferðir landnámsfólksins og þau ævintýri sem þau gátu lent í á leið sinni.
__________________________
Viðburðurinn er hluti af verkefninu Við langeldinn/ við eldhúsborðið sem er styrkt af Barnamenningarsjóði.
Í fjölbreyttum smiðjum í Bókasafni Garðbæjar og á Hönnunarsafni Íslands munu börn og fjölskyldur þeirra fá tækifæri til að velta fyrir sér lífinu á landnámsöld í samanburði við líf okkar í dag.
Smiðjurnar eru ókeypis og opnar öllum.
Til baka
English
Hafðu samband