Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Barnabókaspjall: Gling Gló og Bronsharpan

10.11.2022
Barnabókaspjall: Gling Gló og Bronsharpan

Ungmenna - og barnabókahöfundarnir Kristín Björg og Rebekka Sif koma á Bókasafn Garðabæjar, Garðatorgi laugardaginn 12. nóvember kl. 13:00 og lesa upp úr ævintýrabókunum Dóttir hafsins, Bronsharpan og Gling Gló.
Bækurnar eru ætlaðar börnum á aldrinum 10 - 13 ára.


Bronsharpan er önnur bók Kristínar Bjargar í seríunni Dulstafir en fyrri bókin Dóttir hafsins kom út árið 2020.
Rúmu ári eftir ævintýrið í hafinu er Elísa skyndilega stödd í ókunnum heimi. Þar kynnist hún fjórum ungmennum sem hafa svipaða krafta og hún. Gæslumenn grunnefnanna hafa verið kallaðir saman til að bjarga deyjandi heimi. En tekst þeim ætlunarverk sitt?
Gling Gló er fyrsta barnabók Rebekku Sifjar en áður hefur hún gefið út skáldsögurnar Flot og Trúnaður, auk ljóðabókarinnar Jarðvegur.
Tímaferðalag, undarleg barnshvörf og óhugnanlegt samsæri kemur meðal annars við sögu í þessari æsispennandi bók. Gling Gló er saga fyrir alla krakka sem elska ævintýralega tölvuleiki og dularfullar ráðgátur
Til baka
English
Hafðu samband