Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Menningarstarf í Bókasafni Garðabæjar 

Safninu er m.a. ætlað það hlutverk að vera menningar- og upplýsingamiðstöð. Undanfarin ár hefur bókasafnið svarað því kalli með því að bjóða upp á fjölbreytta menningarviðburði fyrir alla aldurshópa ásamt því að taka þátt í menningardagskrám sem menningar-og safnanefnd hefur staðið fyrir. Má þar til dæmis nefna listadaga barna og ungmenna sem haldnir eru annað hvert ár. 

Meðal þess sem bókasafnið hefur staðið fyrir má nefna: Upplestur, myndlistar- og ljósmyndasýningar, uppstillingar, fræðslufyrirlestra, ferðakynningar, tónlistarflutning og leiksýningar fyrir börn.

 

English
Hafðu samband