Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Sögugöngur vegna 40 ára afmælis Garðabæjar

Dagskrá á afmælisári Garðabæjar. Þessar tillögur eru í vinnslu og einnig tímaröðin.

8. mars

Silfurtún
Söguganga um Silfurtún í leiðsögn Baldurs Svavarssonar sem uppalin er í Túnahverfi og gerði húsakönnun þar fyrir nokkrum árum.
Leiðsögn: Baldur Svavarsson, arkitekt.
Umsjón: Bókasafn Garðabæjar
Mæting: Bókasafni á Garðtorgi, kl.17:00


Þriðjudaginn 12. apríl 2016, kl. 17:00

Söguganga um Garðahverfi

Mæting: Garðaholti, bílaplanið við samkomuhúsið á Garðaholti við gatnamót Garðavegar og Garðaholtsvegar

Söguganga um Garðahverfi undir leiðsögn Arinbjarnar Vilhjálmssonar skipulagsstjóra Garðabæjar.

Gengið verður frá Félagsheimilinu Garðaholti um Garðakirkjugarð og Garðahverfið. Gangan er létt og þægileg fyrir fólk á öllum aldri í u.þ.b. klukkustund.
Að lokinni göngu er opið hús að Króki og þar verður boðið uppá kaffi.
Í hlöðunni að Króki skýrir Arinbjörn myndir og teikningar af skipulagi Garðahverfis.

Allir velkomnir.

Þriðjudagurinn 10. maí

Fuglaskoðun á Álftanesi
Leiðsögn: Jóhann Óli Hilmarsson og Ólafur Einarsson náttúrufræðingur
Samstarf: Fugla og náttúruverndarfélag Álftaness
Mæting: Kasthúsatjörn, Álftanesi, kl. 17:00
Allir velkomnir

Efni til á Bókasafni Garðabæjar:

Fuglalíf við vötn ofan Hafnarfjarðar og Garðabæjar eftir Ólaf Karl Nielsen

Listi yfir bækur sem eru til í Bókasafni Garðabæjar

Fimmtudagur 9. júní 

Fógetastígur – milli Hraunsviks og Grásteins á Álftanesi

Leiðsögn: Ragnheiður Traustadóttir, fornleifafræðingur.
Mæting: Hraunsvik við hringtorg í enda Vífilsstaðavegar, endað við Grásteinn á Álftanesi.
Boðið uppá veitingar kaffi eða súpu (ef um hádegi á laugardegi væri að ræða) í Álftanes kaffi við Breiðumýri.

Allir velkomnir

Sögugangan er samstarfsverkefni umhverfisnefndar, menningar- og safnanefndar í tilefni af 40 ára afmæli Garðabæjar.
Fleiri fræðslu- og sögugöngur eru á dagskrá í vor og með haustinu.

Heimildir um Fógetastíg:

Listi yfir bækur sem eru til í Bókasafni Garðabæjar 

Saga Garðabæjar frá landnámi til 2010 (2015), 4. bindi s. 148 til 150, einnig s. 82, 139, 140, 147, 153, 202

Júní

Vífilsstaðir og umhverfi
Saga Vífilsstaða
Leiðsögn: Steinar J. Lúðvíksson höfundur Sögu Garðabæjar eða Ingvar Viktorsson uppalinn á Vífilsstöðum. (Ingvar var með staðarleiðsögn á 100 ára afmæli Hælisins 2010.)
Mæting: að Vífilsstöðum kl. 20:00

Smalaholt – skógarganga
Gengið um útivistar- og skógræktarsvæðið í Smalaholti og litið á lágmynd af stúlku sem klöppuð er í stein efst á holtinu. Útsýnið skoðað frá hringsjá efst á Smalaholt sem er á bæjarmörkum Garðabæjar og Kópavogs. Kaffi í Furulundi að lokinni göngu.
Leiðsögn: Erla Bil Bjarnardóttir umhverfisstjóri
Samstarfsaðili: Skógræktarfélag Garðabæjar
Mæting: Smalaholt frá Elliðavatnsvegi norðan Vífilsstaðavatns á efra bílaplanið kl.20:00.
Göngu lokið þar.

Júlí
Álftanes – saga merkra húsa
Leiðsögn: Pétur H. Ármannsson arkitekt hjá Minjastofnun og búsettur á Álftanesi.
Mæting:

Fimmtudagur 11. ágúst

Söguganga um Flatahverfið

Rölt um Flatahverfið fimmtudaginn 11. ágúst og sagan rifjuð upp „Götur fullgerðar á undan húsum í Garðahreppi“.

Leiðsögn: Ólafur G. Einarsson fyrrverandi sveitarstjóri Garðahrepps og fyrrv. Alþingismaður.

Mæting: kl.17:00 í Bókasafn Garðabæjar á Garðatorgi 7, þar lýkur göngunni með kaffisopa.

Ágúst
Selgjá – skoðaðar merkar minjar fyrri tíðar seljabúskapar frá Görðum.
Afhjúpað verði fræðslu- og söguskilti um selin í Selgjá á nýju bílaplani við Heiðmerkurveg. Gæti verið fyrr ef framkvæmd plansins dregst ekki.
Leiðsögn: Ragnheiður Traustadóttir, fornleifafræðingur.
Mæting: Nýtt bílaplan við Heiðmerkurveg við austurenda Vífilsstaðahlíðar.

September
Garðakirkja – Bessastaðakirkja
Ganga milli kirkna í tilefni 50 ára afmælis endurreisnar Garðakirkju. Þessar merku kirkjur eign merka sögu sem vert er að draga fram á afmælisári.
Leiðsögn: Anna Ólafsdóttir um Bessastaðakirkju, höfundur Sögu Álftaness eða Pétur H. Ármannsson. Prestar í Garðakirkju.
Samstarfsaðili: Garðasókn
Mæting: Við Bessastaðakirkju, gengið að Garðakirkju. Rúta flytur göngufólk til baka að bílunum.

English
Hafðu samband