Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Megnið af safnkosti Bókasafns Garðabæjar er til almennra útlána að undanskildum handbókum og hluta tímarita á lesstofu. Allir lánþegar eiga rétt á þjónustu bókasafnsins gegn framvísun skírteinis sem útgefið er á nafn viðkomandi. Bókasafnsskírteinið gildir í eitt ár frá útgáfudegi þess.
Árgjald er 1900 kr. Börn yngri en 18 ára, ellilífeyrisþegar og öryrkjar fá skírteini endurgjaldslaust. Börn yngri en 18 ára þurfa skriflega ábyrgð foreldra eða forráðamanna. Eyðublöð er hægt að fá í afgreiðslu bókasafnsins eða smelltu hér og fáðu eyðublað til útprentunar.

Skírteinishafi (eða ábyrgðarmaður hans) ber ábyrgð á öllum gögnum sem skráð eru á hans nafn. Bækur, hljóðbækur, tímarit og tónlistarefni er lánað út í 30 daga, nýjar bækur í 14 daga og DVD diskar í 4 daga. 

Endurnýjun láns

Hægt er að endurnýja lán ef enginn annar lánþegi er á biðlista eftir gagninu. Lánþegar sem þekkja lykilnúmer sín geta sjálfir framlengt útlánum á gegnir. is. Það er gert með því að fara í ”innskrá” og slá inn kennitölu eða númer skírteinis og lykilnúmer. Þá ætti að vera hægt að skoða útlán og endurnýja.
Einnig er hægt að endurnýja útlán bæði símleiðis í síma 591 4550 og með tölvupósti bokasafn@gardabaer.is. Greiða þarf sekt ef gögnum er ekki skilað á réttum tíma. Verði gagn fyrir tjóni meðan það er í útláni eða glatast ber lánþega að greiða skaðabætur sem nemur innkaupsverði viðkomandi gagns.


English
Hafðu samband