Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Leiðarljós:

Bókasafn Garðabæjar hefur það að leiðarljósi að standa jafnfætis bestu almenningsbókasöfnum á landinu hvað varðar safnkost, búnað og þjónustu.

Hlutverk:

Bókasafn Garðabæjar er upplýsinga- og menningarstofnun sem starfar í samræmi við gildandi lögum um almenningsbókasöfn.

Meginmarkmið:

• Bókasafn Garðabæjar sé aðgengilegt öllum bæjarbúum.
• Heimsóknir í bókasafnið séu hluti af daglegu lífi bæjarbúa.
• Heimsóknir í safnið séu hluti af menningaruppeldi barna og unglinga í Garðabæ
• Safnkostur uppfylli óskir og þarfir viðskiptavina.
• Hvetja bæjarbúa til að lesa, ekki síst börn.
• Hafa á að skipa ánægðum og hæfum starfsmönnum sem sinna störfum sínum af fagmennsku og alúð.
• Fjármunum sé vel varið.
English
Hafðu samband