Örnámskeið í Scratch forritun laugardaginn 4.maí - skráning nauðsynleg
29.04.2019
Scratch forrritun fyrir 6-12 ára - skráning nauðsynleg
Þjálfarar frá Skema í HR kenna áhugasömum krökkum á aldrinum 6-12 ára grunnatriði í forritun með örnámskeiði í Scratch frá klukkan 12:00 til 14:00 þann 4.maí. Scratch er einstaklega einfalt og aðgengilegt kubbaforritunarmál sem gerir hverjum sem er kleift að læra að forrita hratt. Scratch er frítt á netinu svo þátttakendur munu geta haldið áfram að læra heimavið eftir að námskeiðinu lýkur. Tölvur á staðnum og aðgangur ókeypis.
-ATH! TAKMARKAÐ PLÁSS. SKRÁNING NAUÐSYNLEG. ÞAÐ VERÐUR AÐ VERA Á BÓKASAFNINU, Í SÍMA 591-4550 EÐA MEÐ TÖLVUPÓSTI bokasafn@gardabaer.is. ÞAÐ ER EKKI NÓG AÐ SEGJA "MÆTI" Á FACEBOOK.